Vatnspokar fyrir trjágróður

Vatnspokar fyrir trjágróður

Vatnspokar vökva betur

Greinarhöfundur Horticum var á ferð um Kaupmannahöfn og rakst þar á undarlegt fyrirbæri, þ.e. vatnspoka sem settir eru undir stakstæð tré til að hámarka vökvun.

Eitt helsta vandamál við ræktun borgartrjáa, t.d. götutrjáa sem hafa yfirleitt lítið rótarrými er takmarkað aðgengi að vatni. Rótarkerfi trjágróðurs skerðist yfirleitt þegar hann er tekin upp í garðplöntustöð og fluttur á útplöntunarstað. Nauðsynlegt jafnvægi á milli trjágreina (krónu) og rótarkerfis riðlast. Þetta veldur gjarnan því að greinar, brum og blöð trjágróðurs þorna upp og jafnvel drepast. Því er afar mikilvægt að stakstæð tré í skertu rótarrými fá góða og reglulega vökvun, sérstaklega fyrstu fimm árin eftir útplöntun. Víða eiga rekstraraðilar grænna svæða í erfiðleikum með að sinna vökvun trjágróðurs, m.a. þar sem það er seinlegt og aðgengi að vatni er víða takmarkað. Þar koma vatnspokarnir að góðum notum. Pokunum er komið fyrir við stofn trjánna, yfirleitt eru tveir pokar festir sitthvoru megin við stofninn. Hver poki tekur um 75 l af vatni og er útbúinn með smáum götum í botninum sem veldur því að vatnið rennur út í jarðveginn á 9-12 klst. Með því að miðla vatninu þetta hægt til rótanna helstIMG_2154jarðvegurinn hæfilega rakur, ekki of blautur. Einnig er tryggt að vatnið berist hæfilega djúpt niður í jarðveginn sem veldur því að tréð myndar djúpstætt rótarkerfi. Í marshefti fagtímaritsins Grönt Miljö fjallað um vatnspokana og birtar niðurstöður rannsóknar sem Kaupmannahafnarkommúna ásamt Skov og landskab stóðu fyrir á árunum 2009-2010. Þar var borin saman hefðbundin vökvun, framkvæmd með vatnsslöngu og vökvun með pokum. Rannsakaðar voru fjórar trjátegundir og mældur þykktarvöxtur stofns. Í öllum tilfellum var þykktarvöxtur meiri þar sem vatnspokarnir voru notaðir. Jafnframt var vatnsnýting betri og vökvunin fljótlegri og markvissari.

Mögulegir ókostir við notkun vatnspoka eru m.a. útlitslegir, þar sem teljast seint til prýði fyrir umhverfið. Einnig kemur fram í áðurnefndri grein Grönt Miljö að götin geti stíflast í botni pokans og einnig geta þeir verið freistandi fórnarlömb þeirra sem haldnir eru skemmdarfíkn.

Spennandi verður að fylgjast með hvort rekstraraðilar grænna svæða á Íslandi nái að tileinka sér þessa nýju aðferð í ræktun borgartrjáa.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

3 Responses to “Vatnspokar fyrir trjágróður”

 1. Sveinbjörn 11.05.2011 at 4:15 pm

  Þetta er ekki galið. Getur Horticum útvegað manni svona poka?

  kv
  SK

 2. Það rignir nú yfirleitt meira hjá okkur en í DK. Held ekki að þetta fengi að vera í friði í miðbænum!

 3. Sveinbjörn 11.05.2011 at 4:23 pm

  Síðustu sumur hafa verið mjög þurr á suðurlandi og mikið tjrám hafa liðið fyrir það. Eflaust rétt með skemmdarverkin, það fær aldrei neitt að vera í friði.

mbo99 https://openlebanon.org/ https://keiko-aso.com/ https://bangkokrecorder.com/ https://sba99.capital/ https://sport-avenir.com/ https://143.198.197.33/ https://sba99.stream/ https://msurmasson.com/ https://blackdevildiscoclub.com/ https://avril-paradise.com/ https://ftp.jeffops.com/ https://supermicro.my.id/ https://adfit.biz.id/ https://edeneditori.com/ https://elpecadocraftedfood.com/ https://mbo99amp.com/ https://zencreators.id/ https://www.nadyafurnari.com/ https://www.happypaws-pet.com/ https://aelyanews.net/ https://wildrideministries.net/ https://www.templatesdoctor.com/ https://ajedrezbali.com/ https://goldentriangletouronline.com/ https://bataminenglish.id/ https://batamshop.id/ https://malukufc.id/ https://vimaxaslibali.id/ https://infokmoe.id/ https://johnkapelos.com/ https://pinkwishfashion.com/ https://pentileblog.com/ https://x-media-project.org/ https://anti-aging-plan.com/ https://friv10000000.com/ https://zonezeed.com/