Hvítsmári í grasflötum
Áberandi er hversu mikið hvítsmára (Trifolium repens) hefur fjölgað í opnum grassvæðum, m.a. sveitarfélaga. Smárinn er duglegur að loka sárum í grassverði þar sem hann fjölgar sér með jarðlægum renglum (smærum). Smárinn vex vel í snauðum jarðvegi og bindur köfnunarefni í jarðvegi. Auðvelt er að sá hvítsmára samhliða grasfræi en mikilvægt er að smárafræinu fylgi bakteríusmit til að það spíri. Óskandi væri að hvítsmára væri fjölgað markvisst á grassvæðum sem fá litla umhirðu, sbr. minna viðhald grassvæða í Reykjavík o.fl. sveitarfélögum.
Comments are closed.