
Umhirða grassvæða – viðgerðir vegna hundahlands
Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig gert er við skemmdir í grassvæði sem eru tilkomnar vegna hundahlands. Hlandið getur brennt og drepið grasið.
Í þessari viðgerð hefur verið blönduð svokölluð “viðgerðarblanda” en hún samanstendur af mold 50% og fínum sandi 50% með ca. 100 g af grasfræi blandað saman við.
Til að flýta fyrir spírun fræsins er snjallt að bleyta örlítið í blöndunni og láta standa inni í 2-3 daga. Áður en blandan er sett yfir skemmdina er nauðsynlegt að fjarlægja dauða grasið og losa um efsta hluta jarðvegsins. Blandan er sett yfir skemmdina í hæfilegri lagþykkt og haldið rakri þar til fræið hefur spírað og myndað rót.
Þessi aðgerð er mikið notuð af vallarstjórum golf- og knattspyrnuvalla við minni lagfæringar á slitskemmdum.
Comments are closed.