Um Horticum

Horticum menntafélag ehf. starfar að miðlun fræðsluefnis á sviði umhverfis- og garðyrkju. Sérfræðingar menntafélagsins hafa víðtæka reynslu og menntun á þessu sviði og hafa allir komið að kennslu og gerð kennsluefnis, á framhalds og háskólastigi, bæði við Garðyrkjuskóla ríkisins og Landbúnaðarháskóla Íslands. 

 Einnig hefur Horticum menntafélag staðið fyrir ýmiskonar námskeiðum, bæði fyrir fagaðila og áhugamenn, m.a. í umhirðu grænna svæða, jarðgerð o.fl.. Námskeiðin eru m.a. haldin í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Mími-Símenntun.