Nýtum jólatrén til að þekja gróðurbeð
Nýtum jólatré til að hlífa gróðri og jarðvegi fyrir frosti og kulda.
Eins og undanfarin ár verða jóltré ekki sótt og eigendur þurfa sjálfir að koma trjánum til Sorpu eða borga fyrir flutninginn. Við viljum minna garðeigendur á að sígrænar greinar eru úrvalsefni til að þekja beð og hlífa rótum trjáa og runna, fjölæringum, laukum og jarðvegsdýrum gegn frostskemmdum.
Þegar vorar má fjarlægja greinarnar með öðrum garðaúrgangi t.d. eftir trjáklippingar í apríl.
Comments are closed.