Tími berjanna !

Tími berjanna !

Nýting berja til fjölgunar trjáa

Einhverjum gæti dottið í hug að þessi grein hafi birst á röngum tíma en svo er ekki þar sem hér verður fjallað um nýtingu berja til fjölgunar.

Haustið skartaði sínu fegursta að þessu sinni og vaxtarskilyrði gróðurs voru með allra besta móti nýliðið sumar. Berin á trjánum voru stór og mikil sem veit á gott, líklegt er aðRæktunarbakkinn tilbúinnmeirifjöldi fræja komist af og verði að duglegri plöntu nú en í meðalári.

Það er spennandi og skemmtilegt að prófa fjölgun trjáa eða runna með berjum og þá er nærtækast að ná sér í reyniber ýmiskonar. Þau þurfa á kuldaskeiði að halda þar sem kuldinn og rakur jarðvegur hjálpa til við eftirþroska. Því dugar ekki að tína þau og þurrka og sá svo næsta vor heldur eru þau látin vera úti í bakka undir gleri eða plasti yfir veturinn. Sáningin fer því fram að hausti eða í byrjun vetrar og fræin spíra svo að vori.

Fjölgun með berjum er ekki flókin og erfið en hún krefst samt ákveðinnar vinnu og áhalda. Best er að vera með ræktunarbakka sem fást í garðvöruverslunum en einnig má nota sér plastbakka undan kjötvörum (en þá þarf að gata botninn). Setjið þunnt lag af mold (1,5 cm) neðst í bakkann og fínskorinn vikur þar ofan á í aðeins þykkara lagi. Samanlagt ætti þetta að vera u.þ.b. 4 cm af ræktunarefni. Moldin heldur næringu sem ræturnar þurfa á að halda en vikurinn heldur yfirborðinu hæfilega þurru sem kemur i veg fyrir úldnun berjanna.Berin kramin og þrýst í vikurinn

Berin eru síðan kramin í sundur og þrýst létt niður í vikurinn. Ágætt er að fjarlægja eitthvað af berja-kjötinu þar sem það getur úldnað og frekar eyðilagt fræið ef það er í miklu magni.Ekki þarf að hafa miklar áhyggjur af þéttleika í bakkanum þar sem plönturnar eru færðar yfir í litla potta þegar þær eru komnar á legg.

Best er að leggja rúðugler eða harðplast yfir bakkann. Ef sett er glært plast yfir er hætta á að það leggist alveg niður í bakkann og valdi skemmdum.  Örlítið þarf að lofta um bakkann og því er glerið yfirleitt örlítið skásett á þannig að lofti um horn. Komið bakkanum fyrir á góðum stað t.d. í beði og látið veturinn líða.

Að vori spíra fræin og taka má glerið af þegar stálpaðar plöntur hafa myndast og hætta af frosti er liðin hjá.

Týndu ber af fallegum einstaklingum sem virðast þrífast vel. Það tryggir ákveðin gæði.Plastplata lögð yfir bakkann

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

2 Responses to “Tími berjanna !”

  1. Sæll

    Flottur pistill, ég ætla að prófa þetta! Maður hefur ekki efni á að kaupa þessar rándýru plöntur fyrir sumarhúsalandið.

    Er hægt að fjölga fleiri tegundum með þessum hætti?

  2. ágætt að fá þessa spurningu í framhaldinu. Það er algengast að fjölga reynitegundum á þennan hátt en fjölgun með græðlingum er mjög erfið. Sáning með berjum er jú bara sáning eins og hver önnur en aðferðin til að fá fram spírun felst í því að skapa köld og rök skilyrði með haustsáningunni.
    Þú ættir að prófa hinar ýmsu reynitegundir s.s. úlfareyni, koparreyni ofl. fallegar tegundir. Eins er um að gera að prófa margar aðrar tegundir berja af trjám og runnum en þær þurfa ekki allar kuldaaðferðina og því má hreinsa fræið frá kjötinu og sá því að vori á hefðbundinn hátt. Þú hefur tekið eftir rifsi og sólberi á skrítnum stöðum en það eru þá oftast fuglar sem hafa borið það. Þess ber að geta að fræ sem fer í gegnum meltingarveg fugla spírar mjög vel, en ensím hafa þá gert svipað og kuldaaðferðin gerir.
    Endilega prófaðu þig áfram með reynitegundir og fleiri tegundir og spurðu nánar þegar þú þarft.

mbo99 https://openlebanon.org/ https://keiko-aso.com/ https://bangkokrecorder.com/ https://sba99.capital/ https://sport-avenir.com/ https://143.198.197.33/ https://sba99.stream/ https://msurmasson.com/ https://blackdevildiscoclub.com/ https://avril-paradise.com/ https://ftp.jeffops.com/ https://supermicro.my.id/ https://adfit.biz.id/ https://edeneditori.com/ https://elpecadocraftedfood.com/ https://mbo99amp.com/ https://zencreators.id/ https://www.nadyafurnari.com/ https://www.happypaws-pet.com/ https://aelyanews.net/ https://wildrideministries.net/ https://www.templatesdoctor.com/ https://ajedrezbali.com/ https://goldentriangletouronline.com/ https://bataminenglish.id/ https://batamshop.id/ https://malukufc.id/ https://vimaxaslibali.id/ https://infokmoe.id/ https://johnkapelos.com/ https://pinkwishfashion.com/ https://pentileblog.com/ https://x-media-project.org/ https://anti-aging-plan.com/ https://friv10000000.com/ https://zonezeed.com/