Uppskera – Frysting kryddjurta

Uppskera – Frysting kryddjurta

Allt sem við ræktum í garðinum á það semeiginlegt að smakkast best þegar það er nýtt og ferskt. Þar af leiðandi er upplagt að nýta sem mest af hráefninu á uppskerutíma en ef maður er svo afkastamikill ræktandi að eiga afgang má nota ýmsar aðferðir við að varðveita hráefnið til seinni tíma. Ýmiskonar sultur, mauk, söft, djúsar, sjeikar, niðursuður, frysting og þurrkun er meðal þess sem nýta má við varðveislu og framlengingu á líftíma afurða úr garðinum.

Frysting

Að frysta kryddplöntur er ein besta leiðin til að varðveita, bragð, lykt, hollustu og ferskleika. Gott er að skola plönturnar og þerra vel áður en þær eru settar í frystipoka. Þegar pokanum er lokað þarf að þrýsta loftinu úr pokanum. Þannig geymast plönturnar vel og lengi. Til að frysta litla skammta má notast við klakabox, setja hæfilegt magn af niðurskornum kryddplöntum í hvert hólf og hella vatni yfir. Síðan er einn og einn ísmoli tekinn og notaður í mat eða drykk eftir þörfum. Einnig má nota olíu í klakaboxið, t.d. ólívuolíu sem varðveitir kryddplönturnar jafnvel betur. IMG_6479d

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.