Gróðurveggur í Grósku

Gróðurveggur í Grósku

Í nýju húsnæði Grósku í Vatnsmýri er glæsilegur gróðurveggur

Hönnuður og framleiðandi kerfisins er Mark Laurence. Mark valdi plönturnar í vegginn og sá um sérsmíði búnaðar í rýmið í samráði við arkitekta Grósku og EFLU verkfræðistofu.

Veggurinn var fyrst settur upp í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands í Hveragerði. Plönturnar voru forræktaðar í veggnum í ca. 2 mánuði og fluttar tilbúnar til Grósku. Uppsetning og forræktun var í höndum Baldurs Gunnlaugssonar og Magnúsar Bjarklind með góðri aðstoð frá Elíasi Óskarssyni umsjónarmanni gróðurhúsa hjá LBHÍ.

Uppsetning hjá Grósku var stjórnað af Arvid Ekle, sem er norskur sérfræðingur í gróuðrveggjum. Auk Arvid komu tveir starfsmenn frá Noregi; Ingemann Kvarsnes og Christian Ekle . Baldur og Magnús tóku einnig þátt í uppsetningunni. Uppsetningin með öllum tengingum tók 2 daga.

Eftir uppsetningu hafa Baldur Gunnlaugsson og Magnús Bjarklind séð um umhirðu gróðurs og viðhald búnaðar.

Sjá myndir af ferlinu hér að neðan:

 

 

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.