Námskeið vormisseris 2010 – Endurmenntun Háskóla Íslands

IMG_6010

Horticum menntafélag og Endurmenntun Háskóla Íslands standa fyrir ýmsum spennandi námskeiðum á sviði garðyrkju og umhverfis og hafa námskeið vormisseris 2010 nýlega verið kynnt á vef Endurmenntunar www.ehi.is . Sem dæmi má nefna: námskeið í safnhaugagerð, rósarækt, krydd– og matjurtarækt, trjárækt á sumarhúsalóðum auk námskeiðs um helstu umhirðu- og viðhaldsverkefni garðeigandans. Einnig má nefna námskeiðið “Gróður og grafir í Hólavallagarði” þar sem Heimir Janusarson, garðyrkjufræðingur og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur fræða um sögu garðsins.  Nokkur námskeiðana eru haldin í samstarfi við Blómaval og Húsasmiðjuna og mun þátttakendum bjóðast kynningar og afsláttur á ýmsum garðyrkjuvörum og verkfærum sem tengjast þema viðkomandi námskeiðs.  Lesa má nánar um námskeiðin undir flipanum “Námskeið og kennsla”.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.