Knattspyrnuvellir – umhirða og viðhald
Handbókin er unnin af verkfræðistofunni Eflu í samvinnu við Íþrótta og tómstundasvið Reykjavíkur. Markmiðið með handbókinni er að miðla fræðslu til rekstraraðila knattspyrnuvalla og leiðbeina um helstu viðhaldsverkefni sem framkvæmd eru á völlunum. Einnig að leiðbeina um undirbúning og uppbyggingu knattspyrnuvalla, t.d. fyllingarefni og vaxtarlag, æskilegar kornarkúrfur m.t.t. lífræðilegra þarfa grassins o.fl.
Útgáfa bókarinnar er liður í þeirri þjónustu og ráðgjöf sem Verkfræðistofan Efla veitir á sviði viðhalds- og umhirðu grasvalla. Höfundar texta eru sérfræðingar Eflu í uppbyggingu og viðhaldi grasvalla, þeir Magnús Bjarklind garðyrkjutæknir, Árni Bragason jurtaerfðafræðingur og Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur. Stuðst er við áður útgefna handbók Eflu, „Almennar leiðbeiningar um helstu umhirðu- og viðhaldsverkefni á golfvöllum“, sem unnin var í samstarfi við Golfsamband Íslands og Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi.
Athugið að handbókin er vistuð og aðgengileg öllum á heimasíðu Eflu www.efla.is. Bókin er unnin m.t.t. notkunar á netinu þar er að finna ýmsar aukaupplýsingar og tengingar við faglegt ítarefni.
Comments are closed.