Uppskera – Pikkles (sýrt grænmeti)

Uppskera – Pikkles (sýrt grænmeti)

Ediksýra varðveitir matjurtir vel og lengi. Til eru margar uppskriftir af edikblöndum til að súrsa grænmeti og lengja geymsluþol. Súrar rauðrófur, rauðkál og agúrkur þekkja flestir en sýra má ýmsar aðrar matjurtir og jafnvel blanda saman í skemmtilega rétti sem passa vel með kjötréttum og fiski.

 

Sinnepspikkles Siddu frænku
250 g gulrætur
250 g ertur
250 g perlulaukur eða rauðlaukur
½ agúrka
1 blómkálshöfuð og eða spergilkál/brokkólí
Saltlögur:
2 l vatn blandað með 2 msk salt.
Pikklessósa
1 l edik
1 ½ dl hveiti
1 ½ dl sinnepsduft
4-6 msk karrý
600 g sykur
1 tsk hvítur pipar

Aðferð:
Grænmetið er hreinsað. Gulrætur og agúrkur skornar í þykkar sneiðar. Blómkál og/eða brokkólí brotið niður í minni einingar. Perlulaukur hafður heill en rauðlaukur skorinn í fernt. Byrjið á að gera saltlöginn og látið grænmetið liggja í honum í einn sólarhring á köldum stað. Takið upp úr saltlegi og sjóðið gulræturnar í fimm mínútur í ósöltu vatni. Allt annað er soðið í um það bil eina mínútu. Færið grænmetið í sigti og látið renna vel af því. Geymið tvo dl af soði og kælið. Hveitið er sett í stóran pott og dálitlu af ediki hrært saman við í þykkan velling. Síðan er edikinu bætt við í litlum skömmtum og loks sykrinum. Potturinn er settur á heita hellu og látið sjóða við lágan hita í fimm mínútur, hrært stöðugt í pottinum á meðan. Allt grænmetið sett í pottinn og látið sjóða í tvær mínútur. Pottur tekinn af hita og hálf tsk af bensonati bætt við til að auka geymsluþol. Sett í hreinar krukkur, látið kólna og svo geymt í kæli.

 

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.