Mosi í grasflötum

Mosi í grasflötum

Leiðbeiningar um aðgerðir gegn mosa

Mosi í grasflötum er algengt og hvimleitt vandamál. Ástæður fyrir mosavextinum geta verið af ýmsum toga. Algengur misskilningur er að mosi þrífist best í hávöxnu grasi og því beri að slá grasið neðarlega. Stundum er jafnvel talað um að “hátt gras sé gróðrarstía fyrir mosavöxt”. Hið rétta er einmitt gagnstætt, þ.e. mosi þrífst betur í snöggt klipptu grasi en hávaxið gras skyggir hann frekar út. Eftirfarandi leiðbeiningar eiga við um helstu aðgerðir til að sporna við mosavexti í grasflötum, aðferðir og verklag. Einnig er fjallað um nauðsynleg verkfæri og efni við framkvæmdina.

Tilgangurinn

Mosi hefur mikil áhrif á útlit en ekki síst styrk grasflatar. Mosavöxturinn er ákveðið einkenni um að grasið búi við óheppilegar aðstæður sem beri að bregðast við. Sé ekkert aðhafst mun mosavöxturinn ágerast og smám saman leggja undir sig flötina. Við það veikist mótstöðukraftur grassins til að bregðast gegn sjúkdómum og samkeppni annara óæskilegra tegunda, t.d. illgresis.

Ástæður fyrir mosa í grasflötum

Sem áður segir geta ýmsar ástæður verið fyrir því að mosi herjar á grasflatir. Í flestum tilvikum er orsaka að leita í jarðveginum. Mosinn vex helst þar sem jarðvegur er illa framræstur, loftlaus og súr þ.e.a.s. þar sem vatnsinnihald jarðvegs er mikið og súrefni lítið. Einnig eru skuggasvæði garðsins líkleg til að verða mosavaxin. Hávaxinn og þéttur trjágróður varpar miklum skugga á grassvæðið sem veldur grasinu vanþrifum m.a. vegna lægri hita og minni birtu.

Hvenær er rétti tíminn?

Yfirleitt er best er að byrja aðgerðir gegn mosa í upphafi vaxtartímabils grassins t.d. í byrjun maí en nauðsynlegt er að fylgja eftir vinnunni allt vaxtartímabilið svo að góður árangur náist. Ef grasflötin er umgirt háum trjám getur verið þess virði að taka áhættu og sá grasfræi snemma í tætta flöt (t.d. eftir mosaeyðingu), áður en trjágróðurinn laufgast að fullu. Það gefur grasinu forskot. Þegar um stærri aðgerðir er að ræða þarf að taka tillit til veðurfars. Til dæmis er ekki heppilegt að framkvæma aðgangsharða götun í miklum þurrkum eða raufarskurð í mikilli bleytu og/eða kulda.

Hægt er að bregðast við mosa í grasflötum á ýmsan hátt.

Svokölluð loftun grasflata felst í ýmsum aðgerðum sem auka súrefni, loftflæði og vatnsleiðni í vaxtarlagi og á yfirborði flatarinnar. Framkvæmd loftunar getur verið af ýmsum toga, allt frá einföldum rakstri í gegnum svarðlag grassins yfir í flóknar jarðvegsframkvæmdir t.d. lóðskurð og tappagötun sem eru algengar aðgerðir á golfflötum.

Auk aðgerða til að bæta aðstæður í jarðveginum getur reynst nauðsynlegt að grisja trjákrónur eða fækka trjám til að hleypa birtu og hita að grasinu.

Einföld leið er sem fyrr segir að raka kröftuglega í gegnum yfirborð grassins með hrífu, t.d. plasthrífu og losa þannig um mosann og dautt lífrænt efni sem liggur í yfirborði grassins. Þannig fjarlægist óæskilegt efni sem getur valdið loftleysi og súrnun sem lækkar sýrustigið og skapar hentugar aðstæður fyrir mosann og aðrar óæskilegar tegundir. Mosi hefur ekki eiginlegt rótarkerfi heldur svokallaða rætlinga sem festa mosann við undirlagið en skipta litlu máli fyrir upptöku á næringu. Mosinn losnar einnig frekar auðveldlega við raksturinn. Þessi aðferð er mjög hentug í upphafi vaxtartímabils fyrir fyrsta grasslátt sumarsins og virkar mjög vel þegar um minniháttar mosavöxt er að ræða.

Í þeim tilfellum sem grasflatir innihalda mikið magn af mosa getur þurft að fara í stærri framkvæmdir. Yfirleitt er nægilegt að framkvæma svo kallaða mosatætingu. Hægt er að kaupa eða leigja ýmsar tegundir mosatætara, bæði rafmagns- og bensínknúna. Mosatætari er útbúinn með litlum hnífum eða grönnum tindum sem rista niður í yfirborð flatarinnar og krafsa mosann upp. Tætingin hefur í flestum tilfellum lítil áhrif á sjálft grasið. Í flestum tilfellum er nauðsynlegt að fara nokkrar umferðir yfir grasflötina og gott er að fara til skiptis þvert á fyrri umferð, þ.e. langsum og þversum. Við tætinguna geta myndast ber svæði og opin jarðvegur þar sem lítið gras stendur eftir. Algengt er að magn mosans komi garðeigandanum á óvart þegar hann liggur laus á yfirborðinu og er betur sýnilegur. Eftir tætinguna þarf að raka saman öllum mosanum og fjarlægja. Gott er að dreifa grasfræi yfir flötina eftir tætinguna til að þétta svörðinn. Mikilvægt er að tryggja að fræið komist sem best niður í jarðveginn, t.d. með því að raka yfir flötina strax eftir sáningu. Miða má við að nota þurfi á bilinu 1-3 kg af grasfræi á 100 m2 (sjá nánar í kafla um grassáningu).

Eftir að fræinu hefur verið dreift og það rakað niður í jarðveginn er gott að sanda yfirborðið með fínum sandi, t.d. pússningasandi. Sandurinn hefur jákvæð áhrif á jarðveginn og kemur m.a. í veg fyrir þjöppun í jarðveginum. Einnig eykur sandurinn loftflæði og vatnsleiðni. Ágætt er að miða við að þykkt sandlagsins sé 2-4 mm. Í þeim tilfellum sem um sandríkann jarðveg er að ræða má nota næringarríka mold í sömu lagþykkt, t.d. mold blandaða með sveppamassa eða moltu. Að auki getur verið gagnlegt að gefa áburð og kalk samhliða grassáningunni (sjá nánar í texta um áburðargjöf). Að lokum er mikilvægt að vökva grasflötina vel og halda raka að grasfræinu þar til það hefur spírað.

Athugið að í þeim tilfellum sem jarðvegur er mikið þjappaður og súrefnislaus hefur mosatæting takmörkuð áhrif til lengri tíma ltið. Til að losa um þjappaðan jarðveg má t.d. nota venjulegan jarðvegsgaffal og stinga honum niður í grassvörðinn, eins langt og teinarnir ná, með u.þ.b. 10 cm millibili. Gott er að toga gaffalinn aftur og reyna að losa um jarðveginn. Til eru sérhæfð tæki sem framkvæma slíka götun en þau eru í flestum tilfellum dýr og ætluð til nota á golf- og knattspyrnuvöllum. Eftir að grasflötin hefur verið götuð er gott að dreifa sandi yfir svæðið og reyna að koma honum niður í götin, t.d. með rakstri eða jafnvel að sópa honum með strákústi. Við þetta myndast rými fyrir grasrætur að vaxa í og einnig eykst loftunin og vatnsleiðnin. Annað vandamál sem mosatæting leysir ekki er þegar vaxtarlag grasflatar innihaldur hátt hlutfall af svo kölluðu þæfi, sem er uppsafnað lífrænt efni t.d. hey eftir slátt og annað dautt lífrænt efni. Verði þæfislagið of þykkt veldur það súrefnisleysi og einnig getur það að súrnað og gerjast sem aftur leiðir til óheppilegra aðstæðna fyrir grasrætur. Til að greina vandamál tengd þæfislagi má skera prufuholu niður í grasflötina, t.d. með stunguskóflu. Þykkt þæfi er fyrirstaða svo erfitt er að stinga skóflu í gegnum það. Einnig má greina súrnandi þæfi vondri á lykt. Svokallaður raufarskeri er gjarnan notaður til að losa um þæfi en það er tæki sem sker niður í jarðveginn, dýpra en mosatætari, og rífur þæfislagið upp á yfirborðið. Æskilegt er fagmenn framkvæmi raufarskurð og flóknari loftunaraðgerðir. Í mörgum tilvikum er einfaldlega ódýrast og best að tæta upp gamla grasið og leggja nýja flöt. Samhliða getur verið nauðsynlegt að auka birtu í garðinum með því grisja trjágróður.

Eftirfylgni – aðgerðir til að hindra mosavöxt í grasflötum.

Sem fyrr segir hefur sláttuhæð grassins áhrif á mosavöxt og mikilvægt er að slá grasið ekki of neðarlega. Gott er að stilla sláttuvél í háa sláttustillingu, t.d. 5 cm og slá frekar oftar. Við það styrkist grasið, rótarvöxtur eykst og þar með þéttleiki í sverði auk þess sem grasið skyggir á mosann í sverðinum.

Gott er að gefa jarðvegsbæti, s.s. kalk eða skeljasand sem hefur jákvæð áhrif á sýrustig jarðvegsins. Einnig er gott að gefa aukaskammt af þrífosfati til að styrkja rótarkerfi grassins. Almennt er áburðargjöf grasinu alltaf til bóta og eykur hæfni þess til að standast samkeppni við mosann, sem þrífst illa við endurtekna áburðargjöf.

Samkvæmt ofangreindri lýsingu er æskilegt að framkvæma mosatætingu í þessari röð:

1. Raka eða tæta mosann í nokkrum umferðum.

2. Fjarlægja mosa og annað efni sem losnar við tætinguna.

3. Dreifa grasfræi í sárin.

4. Dreifa fínum sandi og/eða mold yfir flötina.

5. Bera áburð og kalk á svæðið.

6. Vökva svæðið vel með vatnsúðara.

Efni og verkfæri

Grasfræ: Nota skal fræblöndu sem ætluð er á venjulegar grasflatir.

Áburður: Gott er að nota lífrænan áburð, t.d. sveppamassa, fiski- eða þörungamjöl. Einnig má nota tilbúnar áburðartegundir, t.d. Blákorn eða Graskorn.

Hey- og/eða laufhrífa: Nauðsynlegt verkfæri til að raka saman mosa og grasi úr yfirborði. Til að raka mosa úr yfirborði er best að nota hrífu úr plasti sem gefur vel eftir og festist ekki á fyrirstöðum.

Mosatætari: Hægt er að kaupa eða leigja ýmsar tegundir mosatætara, bæði rafmagns- og bensínknúna.

Önnur sérhæfð tæki til loftunar: Leitið til fagmanna.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.

mbo99 https://openlebanon.org/ https://keiko-aso.com/ https://bangkokrecorder.com/ https://sba99.capital/ https://sport-avenir.com/ https://143.198.197.33/ https://sba99.stream/ https://msurmasson.com/ https://blackdevildiscoclub.com/ https://avril-paradise.com/ https://ftp.jeffops.com/ https://supermicro.my.id/ https://adfit.biz.id/ https://edeneditori.com/ https://elpecadocraftedfood.com/ https://mbo99amp.com/ https://zencreators.id/ https://www.nadyafurnari.com/ https://www.happypaws-pet.com/ https://aelyanews.net/ https://wildrideministries.net/ https://www.templatesdoctor.com/ https://ajedrezbali.com/ https://goldentriangletouronline.com/ https://bataminenglish.id/ https://batamshop.id/ https://malukufc.id/ https://vimaxaslibali.id/ https://infokmoe.id/ https://johnkapelos.com/ https://pinkwishfashion.com/ https://pentileblog.com/ https://x-media-project.org/ https://anti-aging-plan.com/ https://friv10000000.com/ https://zonezeed.com/