Vinnan í garðinum

Vinnan í garðinum

Íslenski heimilisgarðurinn er uppspretta ótal ánægjustunda. Sumarið á Íslandi er stutt og sífellt fleiri kjósa að eyða því að stórum hluta í sínum garði, við umhirðu,ræktun eða einfaldlega með því að vera þar og njóta. Aðstæður til ræktunar í görðum hafa breyst mikið á síðustu tveimur áratugum af ýmsum ástæðum. Allur trjágróður í þéttbýli hefur margfaldast og veitir skjól og hvatningu til ræktunar. Veðurfar hefur farið hlýnandi a.m.k. á síðustu árum. Allt þetta hefur aukið áhuga almennings á garðrækt. Þessi bók er ætluð hinum almenna garðeiganda sem hefur áhuga á að njóta lystisemda garðsins enn frekar.

Bókin er skrifuð með það í huga að lesandinn hafi ekki áralanga reynslu eða menntun í garð­ yrkju en hafi áhuga á að reyna sig við garðverkin og njóta til þess leiðsagnar fagmanna. Bókin hefst á því sem flestir nýbakaðir garð eigend­ur byrja á að fást við þ.e. á gras flötinni og um­hirðu hennar. Eftir því sem líður á texta koma frek ari lýsingar á fjölbreyttari garðverkum t.d. gróðursetning og umhirða sumarblóma, fjöl­æringa, trjáa og runna. Markmið höfunda er að kynna sem flest garðverk á auðskiljanlegan hátt en síðan geta áhugasamir leitað sér frekari fróðleiks á námskeiðum eða tileinkað sér fróðleik á netinu. Verkunum í garðinum lýkur aldrei hjá áhugasömum eiganda eða notanda og sífellt er hægt að bæta við tegundum til skrauts eða nytja.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.