Stefnur og straumar í garðyrkju

Stefnur og straumar í garðyrkju

Garða-blogg

Husqarna og Gardena, með stærstu garðvöruframleiðendum heims, gáfu nýlega út skýrsluna „Global garden report 2010“ sem fjallar meðal annars um nýjustu strauma og stefnur í garðyrkju og hver séu heitustu málefnin í heimi garðyrkjuáhugafólks á heimsvísu. Skýrslan er sögð byggð á upplýsingum frá um 1.4 milljóna bloggfærslna frá 13 löndum. Skýrsluhöfundar telja mikilvægt að fylgjast með því sem bloggað er um garða og garðyrkju til að tryggja rétta vöru- og vélaþróun.

Eftirfarandi eru sex af tíu heitustu málefnum alheims-garða-bloggara

Matjurtagarðurinn: Í efsta sæti visældalistans situr matjurtagarðurinn og kemur ekki á óvart. Sem dæmi má nefna að áhugi okkar Íslendinga hefur stóraukist á ýmis konar mat- og kryddjurtarækt, það sannar stóraukin sala á fræjum, útsæði, laukum og plöntum. Framboð fróðleiks, m.a. bóka og námskeiða hafa einnig stóraukist á síðustu árum bæði hér á Íslandi sem og erlendis. Fólk vill rækta garðinn sinn, hafa af því afþreyingu og ánægju og ekki síst uppskera gómsætar mat- og kryddjurtir.

Lífræni garðurinn: Umhverfi og loftslag eru meðal mikilvægustu málefna sem lönd þessa heims láta sig varða. Lífræn ræktun felur meðal annars í sér að taka umhverfið og náttúruna með í reikninginn og nota ekki eiturefni eða tilbúinn áburð.  Vinna með náttúrunni frekar en stýra henni. Hringrás lífrænna efna, jarðgerð og molta er meðal þess sem lífræni garðurinn nýtir sem jarðvegsbæti og áburð.

Notalegi garðurinn: Aukið amstur, streita og andlegt álag eru hlutir sem margir kannast við. Í notalega garðinum er kyrrð og ró, skjól fyrir áreiti og áhyggjum. Gróðurinn, litirnir, ilmurinn, snertingin, suðið í flugunum og söngur fuglanna…

Hannaði og listræni garðurinn: Formklippingar, útpældar plöntusamsetningar, reglubundnar litasamsetningar, styttur og skúlptúrar eru meðal þess sem þessi garður hefur að bjóða. Garður fyrir fólk með stíl og smekk fyrir hönnun og „hannaðri náttúru“.

Villti garðurinn: Hið villta og óvænta. Er þetta garður letingjans sem gafst upp á umhirðunni og allt fór í órækt, eða er þetta úthugsaður garður, hannaður eins og guð sjálfur hefði viljað hafa hann?

Félagslegi garðurinn: Verum saman í garðinum, notum hann og nýtum til samverustunda, t.d. fyrir skemmtanir og uppákomur svo sem afmælisveislur, vinamót og garðpartý. Garðar fjölbýlishúsa- og almenningsgarðar eru til dæmis tilvaldir til slíkra nota. Skemmtum okkur saman og njótum náttúrunnar en munum eftir að taka tillit til annarra, ganga vel um og skilja við hlutina eins og við sjálf viljum koma að þeim.

Lesið nánar um stefnur og strauma garðyrkjunnar á heimasíðu Husqarna: www.husqvarna.com

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.

mbo99 https://openlebanon.org/ https://keiko-aso.com/ https://bangkokrecorder.com/ https://sba99.capital/ https://sport-avenir.com/ https://143.198.197.33/ https://sba99.stream/ https://msurmasson.com/ https://blackdevildiscoclub.com/ https://avril-paradise.com/ https://ftp.jeffops.com/ https://supermicro.my.id/ https://adfit.biz.id/ https://edeneditori.com/ https://elpecadocraftedfood.com/ https://mbo99amp.com/ https://zencreators.id/ https://www.nadyafurnari.com/ https://www.happypaws-pet.com/ https://aelyanews.net/ https://wildrideministries.net/ https://www.templatesdoctor.com/ https://ajedrezbali.com/ https://goldentriangletouronline.com/ https://bataminenglish.id/ https://batamshop.id/ https://malukufc.id/ https://vimaxaslibali.id/ https://infokmoe.id/ https://johnkapelos.com/ https://pinkwishfashion.com/ https://pentileblog.com/ https://x-media-project.org/ https://anti-aging-plan.com/ https://friv10000000.com/ https://zonezeed.com/