Haustlaukar – Áhugavert námskeið
Í samstarfi við HORTICUM menntafélag.
Í gróðrastöðvum eru hinir svokölluðu haustlaukar samnefnari fyrir hinar ólíku tegundir jurta sem oft á tíðum blómstra snemma vors og hafa annað hvort lauka eða hnýði sem hægt er að selja í gróðrastöðvum án róta. Túlipanar eru líklega þekktastir haustlauka og þá þekkja flestir, en færri vita að mismunandi yrkishópar hafa mismunandi blómgunartíma, bera kögur eða ekki og eru jafnvel grænir. Sama á við um páskaliljur, allir þekkja þessar gulu, en hversu margir ætli þekki þessar bleiku?
Kennari á námskeiðnu er Hjörtur Þorbjörnsson Grasafræðingur
Skráningarfrestur er til 30. ágúst 2010.
Námskeiðinu er ætlað að gera hinum ólíku tegundum haustlauka skil. Mun ólíkra yrkishópa túlipana og páskalilja verður gert skil og eins verða ólíkar tegundir af krókusum og þeirra helstu yrkjum skoðuð. Ræktunarsaga helstu tegundanna verður rakin og farið verður í ólíkar kröfur þeirra til gróðursetningar, jarðvegs og birtuskilyrða. Námskeiðið er ætlað hinum almenna garðræktanda sem hefur áhuga á að auka þekkingu sína á haustlaukum.
Comments are closed.