Námskeið fyrir sumarstarfsmenn
Undanfarnar vikur hefur Horticum menntafélag haldið námskeið fyrir starfsmenn sem sinna daglegri umhirðu grænna svæða. Áherlsuatriði námskeiðanna eru fagleg vinnubrögð, meðferð véla og verkfæra auk almennra öryggisatriða og líkamsbeitingar. Nokkur námskeiðanna voru haldin í samstarfi við Heilsuvernd þar sem sérfræðingar í réttri líkamsbetingu og starfsöryggi héldu fyrirlestur. Garðyrkjudeildir Reykjavíkurborgar, Garðabæjar, Kópavogs og Faxaflóahafna eru meðal þeirra sem fengu Horticum til að leiðbeina starfsmönnum. Á myndinni sjást Erla Bil Bjarnardóttir Garðyrkjustjóri Garðabæjar og Baldur Gunnlaugsson frá Horticum menntafélagi á flokkstjóranámskeiði í Garðabæ.
Comments are closed.