Nordland2011 – Fundur í Finnlandi

WEB_IMG_3298

Helgina 4-7 mars, s.l. var þriðji fundur í verkefninu “Nordland2011”. Þátttakendur frá 4 löndum sóttu fundinn sem haldinn var í Tampere í Finnlandi. Þátttökulöndin eru í dag: Ísland, Finnland, Danmörk og Noregur. Fulltrúar landanna koma ýmist frá menntastofnunum eða landsfélögum skrúðgarðyrkjumeistara. Umræðuefni fundarins var:

  1. Samanburður á stuttum námskeiðum í steinlögnum og umhirðutækni (Ísland, Danmörk, Finnland)
  2. Kynning á norsku kennsluefni sem stendur til að gefa út á næstu dögum.
  3. Kynning á íslensku kennsluefni og mögulegu samnorrænni útgáfu kennsluefnis.
  4. Umfjöllun um færnimarkmið viðkomandi námsskráa og áherslur í viðkomandi löndum.
  5. Einnig var kynnt ný verknámsaðastaða hjá VERTE í Tampere.

Fundurinn þótti afar vel heppnaðaður og gagnlegur og verða niðurstöður afar gagnlegar í áframhaldandi vinnu við verknámskennslu. Finnland hefur m.a. sett sér það markmið að hefja nám í steinlögnum í samræmi við sameiginlega niðurstöðu landanna varðandi færnimarkmið og einstaka námsáfanga.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.