Jarðlagnatækni – kennsla í yfirborðsfrágangi

Jarðlagnatækni – kennsla í yfirborðsfrágangi

crop_IMG_0907

Horticum menntafélag og Félag skrúðgarðyrkjumeistara hafa undanfarna daga kennt nemendum  í jarðlagnatækni hjá Mími-símenntun um hellulagnir og yfirborðsfrágang. Bókleg kennsla fór fram í húsakynnum Mímis í Skeifunni en verkleg kennsla var í Skerjarfirði. Fjallað var um jarðveg, uppbyggingu burðarlags, þjöppun og yfirborðsfrágang. Sérstök áhersla var lögð á hellulagnir og unnu nemendur verkefni sem byggir á bóklega hlutanum. Á myndinni hér til hliðar sjást nemendur fá tilsögn í oddsteinalögn hjá Þorkatli Gunnarssyni.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.