Gróðurveggur – EFLA verkfræðistofa
Gróðurveggur á sýningunni Verk og Vit 2018
Verkfræðistofan EFLA lét byggja gróðurvegg vegna sýningarrýmis fyrir Verk og Vit 2018. Veggurinn vakti mikla lukku og margir höfðu áhuga á uppbyggingunni. Í veggnum eru um 250 plöntur. Tegundirnar eru átta og þar af nokkrar undirtegundir. Veggurinn er kallaður vasaveggur vegna vasa sem búnir eru til í dúkana, þ.e. skorið er í fremri dúkinn, plöntu komið fyrir og síðan heftað í kringum ræturnar þannig að vasi myndast í veggnum. Ræktunarjarðvegur er smá mold sem fylgir rótarkerfi en reynt er að fjarlægja sem mest af moldinni. Innri dúkurinn er mjög vatnsheldinn og ræturnar geta fest sig á honum. Veggurinn er gerður úr vatnsheldri PVC plötu. Vökvunarkerfið er dropaslanga með vatndælu, hringrásarkerfi. Vökvun fer fram einu sinni á dag og fljótandi áburði er blandað í vatnið. Lýsing í uppvexti er gróðurhúsaljós. Viðmið 1500 LUX pr/sólarhring. Ca. 8 klst. lýsing á dag.
Baldur Gunnlaugsson, baldur.gunnlaugsson@efla.is og Magnús Bjarklind, magnusb@efla.is byggðu vegginn og sáu um umhirðu hans.
Hér að neðan má sjá myndir af veggnum þegar verið er að planta í hann og að lokinni útplöntun.
Comments are closed.