Leiðbeiningar um klippingu garðrósa.

Leiðbeiningar um klippingu garðrósa.

Leiðbeiningar um klippingu garðrósa

Rósaklippingar geta flestir framkvæmt sjálfir í garði sínum. Áður en hafist er handa er þó rétt að kynna sér hvaða aðferðir henta viðkomandi tegund. Hér eru einfaldar leiðbeiningar um undirbúninginn, klippinguna sjálfa og verkfærin.

Þar sem fjölbreytileiki garðrósa er mikill og aðstæður breytilegar eru hér aðeins settar fram grunnreglurnar sem gott er að fylgja við klippinguna.

Tilgangur

Með klippingu rósa er fyrst og fremst verið að stýra blómgun og auka hana eins og hægt er. Þumalfingursregla segir að ef rósin er klippt mikið niður, koma fá en stór blóm en ef hún er klippt styttra niður koma fleiri og minni blóm og að auki verða þau fyrr á ferðinni.

Klippingin miðar einnig að því að halda ummáli eða fyrirferð rósarunnans í lágmarki án þess þó að forma hann sérstaklega. Þar sem rósir eru ,,stingandi” plöntur þ.e.a.s. þyrnóttar, sumar með verulega stóra og beitta þyrna, er mikilvægt að stýra vextinum t.d. frá gönguleiðum fólks. Allar rósir teljast til runna en þær eru allt frá því að vera jarðlægar og upp í það að klifra hátt, oft marga metra, sérstaklega þegar þær hafa góðan stuðning.

Hvenær er rétti tíminn?

Síðla vors, þegar mesta hætta á næturfrosti er liðin hjá, er almennt besti tíminn til rósaklippinga. Yfir sumarið er rétt að klippa sölnaða blómstilka niður að næsta sterklega brumi. Seint að hausti eða vetri má gjarnan stytta greinar hávaxinna tegunda til þess að varna broti vegna snjóþunga.

Klippingin

Áður en hafist er handa við að klippa þarf því að átta sig á því hverskonar rósir um ræðir í hverju tilviki fyrir sig þar sem munur er á því hvernig þær eru klipptar. Til að lýsa því í hverju sá munur er fólginn er einfaldast að skipta rósarunnum í þrjá hópa eftir eiginleikum svo sem í vaxtarlagi eða í blómgun:

Runnarósir sem geta verið lágvaxnar, meðalháar eða hávaxnar.

Stilkrósir sem sumar líkjast þeim sem við þekkjum úr blómabúðum þ.e.a.s. afskornar með háan stilk og stórt blóm.

Klifurrósir sem eins og nafnið gefur til kynna ,,klifra” eða teygja sig hátt.

Í öllum þremur hópunum getur verið um ágræddar rósir að ræða, sem þá eru viðkvæmari tegundir (yrki) sem ágræddar eru á rót villirósa. Líklegt er að einhvern tíma á lífsleiðinni skjóti þær svokölluðu ,,villiskoti” og það þarf að fjarlægja. Yfirleitt dugar ekki að klippa við jörðu heldur þarf að grafa frá og klippa slétt við rótarstofn. Villiskotin skera sig venjulega úr, eru ljósari en aðrar greinar, oft þétt þyrnótt og bera annars konar blöð en aðalrósin, í flestum tilfellum með sjö smáblöð.

Runnarósir

Yfirleitt þarf að snyrta runnarósir árlega, á hverju vori. Gott er að miða við að brum séu orðin vel þrútin þegar klipping fer fram. Miklar líkur eru á því að sprota hafi kalið eitthvað og jafnvel mikið. Hafi vöxtur verið góður árið áður og langir sprotar (ársvöxtur) myndast þarf að klippa þá vel til niður og skilja aðeins eftir sprota með 2-3 brumum. Það stuðlar að þéttari vexti runnans. Skoðið vel hvernig brumin vísa því hægt er að stýra greininni t.d. upp á við með því að klippa ofan við brum sem vísar frá miðju runnans og hefur upprétta vaxtarstefnu.

Athugið að klippa ekki allar greinar heldur láta eina og eina halda sér. Þannig viðhelst náttúrulegt vaxtarlag.

Meta þarf hvort runninn þoli að klipptar séu 1-3 gamlar greinar töluvert langt niður. Ef það er raunin þá hvetur slík klipping til nývaxtar og rósin yngist upp.

Ef verið er að klippa snemma vors þegar enn er von á næturfrosti getur verið ráðlegt að klippa langa sprotann eitthvað minna og skilja eftir t.d. 5-6 brum. Klippa síðan nokkru síðar eins og lýst var hér að framan. Stórar runnarósir með langa sprota getur verið gott að klippa fyrir veturinn og stytta þá sprotana um u.þ.b. helming, til að þeir þoli snjóálag betur.

Allar skaddaðar greinar eða brotnar er nauðsynlegt að klippa í burtu, annað hvort alveg eða stytta niður að sterklegu brumi. Sama gildir um dauðar greinar og ef einhver vafi leikur á því hvort greinin sé öll dauð er best að klippa hana ofarlega fyrst, sjá hvort hún er alveg brún að innan, færa sig svo niður eftir greininni og klippa þar til komið er að sári þar sem grænn litur sést rétt undir berki. Þá er komið að lifandi viði og maður lætur staðar numið.

Gamla stubba þarf að klippa í burtu því rot getur auðveldlega færst úr þeim inn í stofn sem styttir þá líftíma rósarinnar.

Mikilvægt er að rósarunninn haldi sínu eðlilega vaxtarlagi að lokinni klippingu. Ekki á að klippa rósir í kúluform eða í önnur form eins og limgerði. Handklippur eða rósaklippur eru einu verkfærin sem nota á við klippingarnar.

Stilkrósir

Stilkrósir þarf að klippa niður árlega, á hverju vori. Aðferðirnar eru að stórum hluta þær sömu og lýst er við klippingu runnarósanna; helsti munurinn er að farið er talsvert neðar og þær klipptar meira niður, jafnvel inn í grófar greinar. Þetta er ekki gert fyrr en öll hætta á næturfrosti er liðin hjá.

Þéttleiki skiptir hér ekki eins miklu máli heldur það að ná stilkum með fallegum og sterkum blómum. Einstaka greinar sem ekki eru líklegar til að verða kraftmiklar blómgreinar, má gjarnan beygja niður, en við það hætta þær samkeppni við ,,aðal” blómgreinarnar en halda samt áfram að framleiða orku til hagsbóta fyrir þær. Líkja má beygingu við brot á vatnsslöngu.

Þegar klippt er gildir það sama og áður, að skoða vel greinarnar og velja að klippa rétt ofan við heilbrigt brum sem hefur upprétta vaxtarstefnu.

Klippt er af öllum greinum og þess gætt að eftir standi hæsta greinin í miðju en svo lækki þær út til hliða. Þetta gefur mun fallegri lögun á rósina þegar hún stækkar og blómgast.

Klifurrósir

Klifurrósir eru snyrtar árlega, á hverju vori, en þó minnst í umfangi af öllum rósum. Einnig er í sumum tilfellum gott að klippa þær eftir blómgun. Þær geta orðið miklar um sig og bera sig uppi á sterkum leiðandi greinum. Út frá þeim vaxa nýjar greinar sem blómgast mikið. Með klippingu er nývexti stýrt.

Athuga þarf sérstaklega að klippa ekki leiðandi greinar sem halda rósinni uppi. Skoðið vel allar greinar áður en klippt er, því greinar klifurrósa geta orðið mjög flæktar. Gott getur verið að klippa efstu og hæstu greinarnar töluvert niður, fyrir veturinn þannig að þeir þoli snjóálag betur.

Allar dauðar, sjúkar eða skaddaðar greinar er nauðsynlegt að klippa í burtu, annað hvort alveg eða stytta niður að sterklegu brumi.

Mikilvægt er að rósarunninn haldi sínu eðlilega vaxtarlagi að lokinni klippingu. Ekki á að klippa utan af klifurrósinni með limgerðisklippum.

Eftirtalin atriði gilda um klippingu allra rósa:

1. Klippa og stytta sprota og stýra vexti.

2. Klippa skaddaðar, brotnar eða dauðar greinar í burtu.

3. Klippa greinar sem eru fyrir sterklegum aðalgreinum (flækjast í).

4. Klippa stubba og mjög gamlar greinar.

5. Klippa villisprota ef um ágrædda rós er að ræða.

Verkfærin

Greinaklippur / minni handklippur eru nauðsynlegar öllum sem fást við klippingar. Þær eru til í ýmsum stærðum og gerðum. Algengastar eru greinaklippur með hreyfanlegum undirkjafti og gormi sem heldur klippunum opnum. Greinaklippur eru besta verkfærið til klippingar á rósarunnum.

Grófar greinaklippur eru fáanlegar í ýmsum stærðum og gerðum. Þær eru mikilvægar í hirðingu trjáa og henta vel til klippingar á rótarskotum og grófari greinum.

Greinasög er mjög bitgóð handsög sem sagar aðeins þegar dregið er að sér. Hún er létt og meðfærileg og þykir mun betri en hefðbundnar sagir, þegar um minni greinar er að ræða.

Öryggisleiðbeiningar:

• Allar klippur og sagir eru hættulegar og ber að meðhöndla með varúð.

• Gott er að nota sterka vinnuhanska við klippingar.

• Mikilvægt er að geyma allar klippur og sagir þar sem börn ná ekki til.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.

mbo99 https://openlebanon.org/ https://keiko-aso.com/ https://bangkokrecorder.com/ https://sba99.capital/ https://sport-avenir.com/ https://143.198.197.33/ https://sba99.stream/ https://msurmasson.com/ https://blackdevildiscoclub.com/ https://avril-paradise.com/ https://ftp.jeffops.com/ https://supermicro.my.id/ https://adfit.biz.id/ https://edeneditori.com/ https://elpecadocraftedfood.com/ https://mbo99amp.com/ https://zencreators.id/ https://www.nadyafurnari.com/ https://www.happypaws-pet.com/ https://aelyanews.net/ https://wildrideministries.net/ https://www.templatesdoctor.com/ https://ajedrezbali.com/ https://goldentriangletouronline.com/ https://bataminenglish.id/ https://batamshop.id/ https://malukufc.id/ https://vimaxaslibali.id/ https://infokmoe.id/ https://johnkapelos.com/ https://pinkwishfashion.com/ https://pentileblog.com/ https://x-media-project.org/ https://anti-aging-plan.com/ https://friv10000000.com/ https://zonezeed.com/