Gómsætt úr garðinum – Mat- og kryddjurtir
Bókin er skrifuð með það í huga að lesandinn hafi ekki endilega áralanga reynslu af ræktun en hafi áhuga á að reyna sig við garðverkin og njóta til þess leiðsagnar fagmanna. Bókin hefst á almennri umfjöllun um jarðveg, ræktun og öðrum almennum atriðum sem gott er að hafa í huga við ræktun góðmetis úr garðinum. Farið er allítarlega í ræktun algengra matjurta og kryddjurta og þar á eftir er fjallað um ræktun algengra berjarunna og ávaxtatrjáa. Bókin ætti að henta bæði byrjendum og lengra komnum sem vilja kynna sér nýjar gómsætar tegundir. Einnig er reynt að koma til móts við breytilegar aðstæður ræktenda, m.a. þeirra sem hafa lítið rými til ræktunar. Þá eru allmargar uppskriftir og aðferðir við geymslu kynntar í bókinni sem ætla má að auki ánægju garðeigandans enn frekar af ræktun eigin góðmetis.
Markmið okkar höfunda var að setja fram ræktunarfróðleik á auðskiljanlegan hátt með hjálp ríkulegs myndefnis úr íslenskum görðum.
Bókin er skrifuð með það í huga að lesandinn hafi ekki endilega áralanga reynslu af ræktun en hafi áhuga á að reyna sig við garðverkin og njóta til þess leiðsagnar fagmanna. Bókin hefst á almennri umfjöllun um jarðveg, ræktun og öðrum almennum atriðum sem gott er að hafa í huga við ræktun góðmetis úr garðinum. Farið er allítarlega í ræktun algengra matjurta og kryddjurta og þar á eftir er fjallað um ræktun algengra berjarunna og ávaxtatrjáa. Bókin ætti að henta bæði byrjendum og lengra komnum sem vilja kynna sér nýjar gómsætar tegundir. Einnig er reynt að koma til móts við breytilegar aðstæður ræktenda, m.a. þeirra sem hafa lítið rými til ræktunar. Þá eru allmargar uppskriftir og aðferðir við geymslu kynntar í bókinni sem ætla má að auki ánægju garðeigandans enn frekar af ræktun eigin góðmetis.
Markmið okkar höfunda var að setja fram ræktunarfróðleik á auðskiljanlegan hátt með hjálp ríkulegs myndefnis úr íslenskum görðum.
Comments are closed.