Fáðu krydd í tilveruna: Námskeið um ræktun kryddjurta
Námskeið hjá Endurmenntun HÍ – 26.03.2012 – 26.03.2012
Áhugi fólks á kryddjurtum hefur vaxið mjög á undanförnum árum og framboð af ferskum kryddjurtum í verslunum hefur aukist mikið. Ferskleikinn er afar mikilvægur til að kryddjurtir njóti sín til fulls og því fátt betra en að hafa aðgang að þeim beint úr eigin ræktun. Á námskeiðinu verður fjallað um ræktun og notkun helstu tegunda kryddjurta sem þrífast utandyra hér á landi.
Umsagnir ánægðra þátttakenda frá námskeiðinu:
- ”Frábært námskeið. Sérstaklega vel undirbúið og lærdómsríkt..”
- ”Mjög fræðandi og skemmtilegt námskeið.”
- ”Skemmtilegur fyrirlesari – gerir efninu góð skil.”
Skráningarfrestur er til 22. mars 2012.
Helstu efnisþættir námskeiðsins eru ræktunarskipulag, sáning, forræktun, plöntun, jarðvegur, áburðargjöf, umhirða, plöntuheilbrigði, uppskera, geymsla og ræktun innandyra.
Lestu meira um námskeiðið hér
Comments are closed.