Nýjar Evrópureglugerðir um plöntuvarnarefni
Kynningarfundur hjá Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun stendur fyrir kynningarfundi um nýjar Evrópugerðir um plöntuvarnarefni þriðjudaginn 17. janúar n.k. kl. 15:00-16:00 í húsnæði stofnunarinnar að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík.
Fjallað verður um breytingar í umhverfi þeirra sem flytja inn, selja og nota plöntuvarnarefni hér á landi samfara innleiðingu á reglugerð EB 1107/2009 um markaðssetningu plöntuvarnarefna og tilskipun 2009/128/EB um sjálfbæra notkun varnarefna.
Til fundarins er boðið þeim aðilum hér á landi sem tengjast málflokknum á einhvern hátt.
Aðgangur er ókeypis. Vinsamlegast skráið þátttöku hjá Umhverfisstofnun í síma 591-2000 eða með tölvuskeyti á: ust@ust.is. Nánari upplýsingar veitir Björn Gunnlaugsson sérfræðingur, bjorngunn@ust.is.
Upplýsingar um reglugerðina og tilskipunina má finna á heimasíðu stofnunarinnar, slóðin er: http://www.ust.is/atvinnulif/efni/plontuvarnarefni/
Comments are closed.