Floriade 2012
Það er gott að nota vetrarmánuðina til að skipuleggja skemmtilega viðburði næsta sumars
Sem dæmi um skemmtilega viðburði má nefna sýninguna Floriade 2012 (Floriade World Horticultural Expo) sem haldin er í Hollandi næsta sumar. Sýningin er heimsþekkt á meðal garðyrkjuáhugamanna og er haldin á 10 ára fresti. Þegar sýningin var síðast haldin, í Haarlemmermeer, komu um 2,1 millj gestir.
Sýningin er haldin í Venlo sem er á landamærum Hollands og Þýskalands. Meira en 100 sýnendur taka þátt í viðburðinum til heiðurs garðyrkjunnar. Lesið meira um Floriade hér.
Comments are closed.