Fundur í verkefninu Nordland2011
Helgina 1-3 apríl s.l. var haldinn fundur um nám, námsskrár og námsefni á sviði Landscape construction á Íslandi. Þátttakendur komu frá Finnlandi, þ.e. Jouko Hannonen formaður félags skrúðgarðyrkjumeistara í Finnlandi og Sakari Ermala framkvæmdastjóri Verte as. í Finnlandi. Frá Danmörku komu Jens Thejsen og Pia Uhd frá Jordburgets uddannelsescenter Aarhus. Frá Íslandi voru Þorkell Gunnarsson formaður félags skrúðgarðyrkjumeistara, Baldur Gunnlaugsson, Sveinn Aðalsteinsson og Magnús Bjarklind frá Horticum menntafélagi sem jafnframt stýrir verkefninu.
Á fundinum var fjallað um sameiginlega námsskrá skrúðgarðyrkjunnar á Norðurlöndunum, nýtt kennsluefni í Noregi o.fl. áhugavert.
Comments are closed.