Stórskemmdur trjágróður
Uppbindingar geta valdið skemmdum
Við Höfðabakka í Reykjavík standa nokkrar aspir í röð við bílastæði. Hluti þessara aspa hefur verið bundinn upp, trúlega fyrir mörgum árum, til að veita þeim stuðning og tryggja rótfestu. Í uppbindingar var notað nælonband og gúmmí-garðslanga. Því miður hefur gleymst að fjarlægja uppbindingarnar og þær hafa valdið miklum skemmdum á stofni trjánna eins og myndirnar sýna. Mikilvægt er að muna að fjarlægja uppbindingar eftir 1-3 ár og fylgjast með því að þær valdi ekki skemmdum á berki eða greinum. Einnig er betra að nota mjúkt gúmmí, kókosbönd og aðrar efnisgerðir sem valda ekki skemmdum. Uppbindingar eru settar við stærri tré samhliða útplöntun til að flýta fyrir rótfestu og þarf alltaf að fjarlægja eftir ofangreindan tíma.
Comments are closed.