Verkefnin í garðinum – almenn umhirða og viðhald
Vegna fjölda áskoranna hefur Horticum menntafélag ákveðið að halda námskeiðið verkefnin í garðinum – almenn umhirða og viðhald.
Námskeiðið er sérstaklega fyrir áhugafólk um vandaða umhirðu og viðhald á einka-, fjölbýlishúsa- og sumarhúsalóðum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi brennandi áhuga fyrir garðrækt og faglegum vinnubrögðum. Sérstök áhersla verður lögð á umhverfisvænar leiðir í umhirðu.
Á námskeiðinu verður fjallað um öll helstu viðhalds- og umhirðuverkefni, meðal annars:
•Viðhald grassvæða: Fjallað verður um grasslátt, áburð, vökvun, aðgerðir gegn mosa og illgresi o.fl.
•Áburðargjöf: Fjallað verður um áburðarþörf einstakra gróðurtegunda, áburðartegundir, s.s. lífræna áburðargjafa o.fl.
•Trjá- og runnaklippingar: Fjallað verður um grunnatriði einfaldra trjáklippinga, s.s. limgerðisklippingar og krónuklippingar.
•Varnir gegn meindýrum: Fjallað verður um helstu meindýr sem herja á garðagróður og mögulegar aðgerðir gegn þeim, m.a. lífrænar aðgerðir.
•Illgresishreinsun: Fjallað verður um helstu illgresistegundir í beðum og grassvæðum og aðgerðir gegn þeim. Notkun illgresiseyða sem og vistvænni aðferðir.
•Útplöntun: Fjallað verður um aðferðir við útplöntun trjá og runnategunda, uppbindingar o.fl.
Skráningarfrestur er til 27. apríl 2011. Sjá meira um námskeiðið hér
Comments are closed.