Nordland2011 – Fundur í Danmörku
Sjötti fundur norræna samstarfsverkefnisins Nordland2011 var haldinn á Jótlandi dagana 2-3 desember s.l.
Markmið samstarfsaðila er að gefa út ný og endurbætt lærdómsviðmið vegna náms í skrúðgarðyrkju. Á fundinum kynnti Magnús Bjarklind helstu vandamál í hönnun og umhirðu grænna svæða á Íslandi og kom í ljós að mörg þeirra vandamála eiga við á öðrum norðurlöndum, m.a. ófagleg vinnubrögð og of hátt hlutfall ófaglærðra verktaka.
Þorkell Gunnarsson, formaður félags skrúðgarðyrkjumeistara, kynnti hugmyndir um breyttar áherslur í færnimarkmiðum steinlagna og umhirðu.
Sveinn Aðalsteinsson fjallaði um hæfni nemenda m.t.t. færni og þekkingar.
Fundinn sátu, auk ofangreindra: Jens Thejsen og Pia Uhd frá Jordbrugets uddannelsescenter Arhus, Steinþór Einarsson frá félagi Skrúðgarðyrkjumeistara á Íslandi, Sakari Ermala frá Verte ay Finnlandi og Jouko Hannonen frá félagi Skrúðgaðrykjumeistara í Finnlandi.
Comments are closed.