Þökulagnir

Þökulagnir

Leiðbeiningar um þökulagnir

Gæði í framleiðslu á túnþökum hafa aukist mikið á undanförnum árum. Framleiddar eru þökur af ýmsum gerðum og í ólíkum stærðum til notkunar við breytilegar aðstæður. Þökur eru ýmist seldar í rúllum eða í skornum einingum (þökum) og mikilvægt er að velja grasið í samræmi við aðstæður og tilgang hverju sinni. Rúllur henta vel þegar um stærri svæði er að ræða en í flestum tilfellum er nauðsynlegt að nota vélar með til þess gerðum búnaði til að koma þeim fyrir. Hefðbundnar skorna þökur henta í flestum tilfellum best við framkvæmdir í heimagörðum.

Nú fást einnig svokallaðar lyng- og mosaþökur sem henta vel á svæðum þar sem slíkur gróður er ríkjandi, t.d. á sumarhúslóðum og öðrum opnum náttúrusvæðum. Slíkar þökur henta sjaldnast í hefbundnum heimagörðum þar sem þær þola illa álag, t.d. að gengið sé mikið á þeim. Lyng og mosategundir þola illa samkeppni við aðrar ágengar tegundir. Svokallað úthagagras hefur einnig náð vinsældum en þar eru að ræða sérstaka tegundasamsetningu, grasblöndu með lágvöxnum grastegundum í bland við íslenskar blómplöntur, t.d. hvítsmára, murur, ljónslappa o.fl. úthagategundir. Úthagagras hentar einnig vel við sumarhús og á stærri opnum svæðum þar sem ætlunin er að leyfa grasinu að vaxa án áburðargjafar og þar sem sláttuþörf er lítil eða engin. Hvort sem um lyng-, mosa- eða úthagagras er að ræða er ekki heppilegt að nota frjóan, næringarríkan jarðveg sem vaxtarlag eða gefa áburð. Við það breytist tegundasamsetningin hratt, hávaxnar grastegundir ná fljótt yfirhöndinni og skyggja út fínlegri tegundir eins og blóm, lyng og mosategundir. Ofangreindar þökur henta því í fæstum tilfellum í hefðbundun heimilisgörðum.

Þegar þökur eru valdar getur borgað sig að leita eftir vönduðu og vel skornu grasi frá framleiðanda sem kann vel til verka. Best er að svörðurinn sé jafnt skorinn, þéttur og vel samhangandi. Grasið á að vera laust við illgresi, mosa eða grastegundir sem rýra gæðin t.d. snarrót eða húsapunt. Grasið má ekki vera of hátt (4-8 cm er hæfilegt). Vönduð framleiðsla með góðri grasblöndu og vel skornum þökum er fljótari að ná rótfestu og mun auðveldari í umirðu og viðhaldi þegar fram líða stundir. Einnig hafa gæðin í flestum tilfellum mikil áhrif á endingu og útlit grassins. Sem fyrr segir bjóðast ýmsar tegundasamsetningar en að öllu jöfnu er æskilegt að þökurnar innihaldi hátt hlutfall af túnvingli og vallarsveifgrasi. Ekki er æskilegt að þökur innihaldi hátt hlutfall af grófgerðu grasi, svo sem vallarfoxgrasi.

Að öllu jöfnu er auðvelt að leggja þökur sem eru jafnar og vel skornar. Sérstaklega ef undirvinnan er vel unnin, sjá hér að neðan. Eftirfarandi leiðbeiningar eiga við um einfaldar þökulagnir í heimagörðum, aðferðir og verklag. Einnig er fjallað um nauðsynleg verkfæri og efni við framkvæmdina.

Hvenær er rétti tíminn?

Leggja má túnþökur frá vori fram á haust eða á meðan frostlaust er, en mikilvægt er að nota ávallt nýskorið torf. Besti tíminn til þökulagna er í lok maí þegar rætur grassins eru í mestum vexti.

Undirbúningur

Áður en þökurnar eru lagðar er nauðsynlegt meta jarðveginn (vaxtarlagið) og ákveða hvaða aðgerða sé þörf til að grasið þrífist sem best. Við mat á jarðvegi skal tekið tillit til þess hvort jarðvegur sé þjappaður, loftlaus eða blautur. Við slíkar aðstæður vill mosi ná undirtökum og grasið verður viðkvæmt fyrir sliti. Því er mikilvægt að losa um þjappaðan jarðveg, t.d. með jarðvegstætara eða gaffli. Æskilegt er að fjarlægja allt grjót stærra en 20 mm úr yfirborði.

Vaxtarlagið, sem eru efstu 10-30 cm yfirborðs, skiptir miklu máli. Best er að vaxtarlagið sé svipað að gerð og eiginleikum og vaxtarlag túnþakanna. Það kemur í veg fyrir að skil myndist í vaxtarlaginu, t.d. þegar þökur ræktaðar í moldarjarðvegi eru lagðar á sendinn jarðveg. Í flestum tilfellum má miða við að vaxtarlagið samanstandi af sendnum jarðvegi, blönduðum með næringarríkri mold ( t.d. 60% milligrófur sandur (0,25-2mm) og 40% næringarrík mold, eins og lýst var hér að framan). Þegar talað er um næringarríka mold er átt við jarðveg sem inniheldur hátt hlutfall af lífrænum efnum, t.d. moltu eða sveppamassa. Svokölluð mómold eða mýramold inniheldur hátt hlutfall af lítið niðurbrotnu lífrænu efni en vegna lágs sýrustigs er niðurbrotið og miðlun áburðarefna afar hæg. Slíka mold er því nauðsynlegt að kalka, þ.e. að blanda kalki, t.d. kalkþörungum saman við moldina og blanda síðan moldinni saman við sand, í samræmi við ofangreint.

Athugið að hér er tekið mið af hefðbundnum túnþökum fyrir heimilisgarða. Sé um lyng-, mosa- eða úthagaþökur að ræða má alls ekki nota næringarríka mold, eða áburðarblandaða gæðamold, heldur reyna að líkja eftir þeim jarðvegi sem slíkar tegundir vaxa í, þ.e. næringarsnauðum jarðvegi sem inniheldur lítið af köfnunarefni. Í þeim tilfellum má gjarnan notast við sand í kornastærðinni 0,25-2 mm

Þegar vaxtarlaginu er dreift og jafnað er gott að setja út hæla og strengja snúrur á milli til að afmarka útlínur og jafna hæðir. Gæta skal þess að lagþykkt sé sem jöfnust yfir allan flötinn, því annars vill verða misvöxtur í grasinu, þ.e. grasrætur sem búa við þykkara vaxtarlag mynda almennt meira og hærra gras. Fjarlægja þarf allt rótarillgresi og mylja moldarköggla. Gott er að blanda lífrænum áburði í vaxtarlagið t.d. þörunga-, kjöt, fiskimjöli eða hænsnaskít (sjá nánar um æskilegt magn á umbúðum). Einnig er gott að blanda vaxtarlagið með fosfór, t.d. þrífosfati 2 kg/100m2. Þrífosfat styrkir rótarkerfi grassins og flýtir rótarfestu.

Þegar yfirborði jarðvegs er jafnað skal leitast við að hafa vatnshalla frá húsi, verði því við komið. Forðast skal að stíga mikið í svæði sem búið er að jafna og slétta áður en þökurnar eru lagðar yfir.

Útlagning

Þökur skemmast á skömmum tíma í rúllum eða á brettum séu þær látnar standa. Ef hiti myndast getur hann drepið grasið að hluta til eða alveg. Því er mikilvægt að svæðið sé tilbúið og hægt sé að leggja þökur út strax og þær koma. Gott er að setja út hæla og strengja stýrilínur á milli til að afmarka svæði og tryggja beinar útlínur, t.d. meðfram gróðurbeðum eða öðrum aðliggjandi svæðum. Ef nauðsynlegt reynist að geyma þökur er best að dreifa úr þeim, gæta vel að raka og vökva eftir þörfum.

Best er að leggja þökurnar samsíða langhlið svæðisins. Fylgja skal stýrilínu og hafa hverja röð eins beina og hægt er. Best er að láta næstu röð skarast á við þá fyrri, þ.e.a.s. leggja þökurnar „hálft í hálft“ sem eykur styrk á samskeytum.

Mikilvægt er að þökurnar séu sléttar á yfirborðinu, illa skornar þökur sem eru misþykkar getur þurft að jafna sérstaklega undir. Leggja skal þökurnar þétt saman og hvergi eiga að vera bil á milli langhliða eða enda.

Þökur sem lagðar eru að bogadregnum svæðum þarf að skera til með kantskera eða hníf. Einnig þarf oft að skera saman þökur, t.d. við endamörk svæðis. Þá er best að leggja heilar þökur meðfram línu sem afmarkar svæðið og yfir aðliggjandi þökur. Síðan er skorið meðfram yfirliggjandi þökunum og afskurður fjarlægður undan. Á þann hátt eru heilar þökur meðfram endum svæðis.

Ganga skal vel frá öllum endum svo að vindur komist ekki undir þökurnar. Annars er hætta á að endarnir þorni og grói illa. Ef þökur eru lagðar yfir eða að eldra grassvæði þarf að kantskera meðfram endum og lyfta upp aðliggjandi yfirborði svo að hæðir séu samhliða.

Athugið að þegar gömul grassvæði eru endurnýjuð er ekki heppilegt að leggja nýjar þökur beint yfir gamla grasið. Eldri þökurnar munu þá valda rótarlagi nýju þakanna ýmsum vandræðum, m.a. loftleysi, óheppilegu rakastigi og hindra rótarvöxt. Slík vinnubrögð eru ávísun á mosavöxt og önnur vandamál. Heppilegra væri að fjarlægja gamla grasið eða tæta það saman við nýja vaxtarlagið.

Til að flýta fyrir samgróningum á köntum og samskeytum og tryggja slétt yfirborð má sanda þökurnar eftir útlögn. Gott er að nota sand sem er sömu gerðar og í vaxtarlaginu. Best er að sandurinn sé þurr þegar honum er dreift og gott er að miða við 0,5 cm lag = ½ rúmmetri á 100 m2

Að lokum þarf að vökva þökurnar vel og fylgjast vel með rakastigi á meðan torfið er að gróa saman. Einnig er mikilvægt er að gefa grasinu áburð, t.d. Blákorn, 2 kg/100 m2 (sjá nánar í texta um áburðargjöf).

Hefja skal slátt þegar vöxtur er komin í grasið og það hefur náð u.þ.b 8-10 cm hæð. Þá er best að stilla sláttuvélina í hæstu stillingu, t.d. í 7 cm sláttuhæð. Almenn regla er að slá aldrei meira en 1/3 af hæð grassins í einu. Hæðin er svo lækkuð í áföngum þar til komið er í óskaða sláttuhæð sem oft er 4 cm á venjulegum heimilisgrasflötum.

Samkvæmt ofangreindri lýsingu er æskilegt að framkvæma þökulagnir í þessari röð:

Undirbúa jarðveg.

1. Losa um undirliggjandi þjappaðan jarðveg

2. Dreifa og jafna vaxtarlagi yfir svæðið.

3. Fínjafna svæði, fjarlægja steina og stærri rætur.

4. Setja út hæla og stýrilínur fyrir útlögn.

5. Leggja þökur í beinum línum og láta raðir skarast.

6. Skera saman þökur og meðfram köntum.

7. Gefa áburð yfir þökurnar.

8. Vökva svæðið vel

Efni og verkfæri

Túnþökur: Ávallt skal nota nýskornar þökur.

Áburður: Gott er að nota lífrænan áburð, t.d. fiskimjöl eða þörungamjöl. Einnig má nota tilbúnar áburðartegundir, t.d. Blákorn eða Graskorn.

Kantskeri er nauðsynlegur til að skera saman þökur og ganga frá endum (steinullarhnífar virka einnig vel).

Malarhrífa er nauðsynleg til að jafna mold, raka saman mosa o.fl.

Hey- eða laufhrífa er nauðsynleg til að raka saman mosa og grasi úr yfirborði. Best er að nota slíka hrífu úr plasti sem gefur vel eftir og festist ekki á fyrirstöðum.

Jarðvegsskafa er gott verkfæri til að jafna jarðveg.

Hjólbörur geta komið að góðum notum við að færa til efni, bæði þökur og jarðveg.

Vatnsslöngur og -úðarar eru nauðsynlegir í viðhaldi allra grasflata.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.

bandar terpercaya

mbo99 slot

mbo99 situs slot

mbo99 slot mpo

agen resmi

bandar judi

slot99

akun jp

slot mpo

akun pro myanmar

sba99 slot

daftar sba99

mpo asia

agen mpo qris

akun pro platinum

paito hk

pola gacor

sba99 bandar

akun pro swiss

mpo agen

akun pro platinum

qris bri

slot deposit 1000

mbo99

slotmpo

sba99

slot akurat

mbo99 slot

mbo99 link

mbo99 agen

situs mbo99

mbo99 daftar

mbo99 situs

mbo99 login

mbo99 bet kecil

mbo99 resmi