Um vetrarskýlingu plantna

Um vetrarskýlingu plantna

Vetrarskýling plantna

Í snjónum hafa plönturnar sitt besta skjól og einangrun. Þar sem honum er ekki alltaf til að dreifa getur vetrarskýling gert gæfumuninn þegar plöntur standa mjög áveðurs og mót ríkjandi vindátt. Einnig getur sólin gert gróðri óskunda á vorin þegar frost er í jörðu og rætur hafa ekki aðgang að vatni.

Sveiflur í raka, hita og vindi geta orsakað ofþornun eða kal í greinum og valdið miklum skemmdum.  Seinnipart vetrar myndast oft aðstæður þar sem sterkt sólarljós fellur á plöntur á sama tíma og jarðvegur er frosinn. Sólin virkjar plönturnar til framleiðslu en ræturnar ná ekki upp vatni. Við það myndast hætta á kali hjá fjölmörgum tegundum plantna og jafnvel sólbruna hjá sígrænum tegundum.

Trjástofnar geta skemmst illa í skafrennningi og orðið fyrir svokölluðum “skaraskemmdum” en við það skerast ísnálar inn í börkinn svo eftir verður ljótt sár. Þetta á helst við um trjáplöntur sem vaxa á opnum skjóllitlum svæðum, t.d. á sumarhúsalóðum.

Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að velja til ræktunar nokkuð harðgerðar plöntur sem vaxa hratt og mynda skjól fyrir annan viðkvæmari gróður. Harðgerðum plöntum ætti ekki að þurfa að skýla sérstaklega fyrir vetrarveðrum en þó má segja að skýling flýti umtalsvert fyrir vexti harðgerðra tegunda, sem og annara.. Hvort sem um er að ræða fjölærar plöntur, lauka, tré eða runna eru ávallt nokkrar tegundir innan um sem ekki þola vel okkar veðuraðstæður og þurfa því skýli a.m.k. fyrstu árin eða þar til skjól er orðið meira.

Fyrir utan gróðurskjólið má almennt segja að skýling sé af þrennu tagi, það er rótarskýli, skjólgerði og skjólhlífar.

Rótarskýling er hverskonar þekja af laufi, greinum, trjákurli eða hálmi ofan á beðin. Athugið að hreinsa beð ekki of snemma á vorin. Laufblöð og önnur lífræn þekja skýlir undirliggjandi gróðri og lífverum moldarinnar. Á haustin þegar lauf tekur að falla er æskilegt að raka mesta laufið af grassvæðum en óþarfi er að henda því, frekar að dreifa laufinu í beðin í ofangreindum tilgangi.

Skjólgerði geta verið úr margvíslegu efni og oft er hægt að nota þau ár eftir ár. Oftast eru  timburstaurar reknir í jörðu og klæðning fest á milli. Æskilegt er að hafa klæðningu ekki allt of þétta enda má gjarnan leika um plönturnar einhver vindur. Einnig geta of þéttar skjólgrindur valdið því að vindurinn brotnar ekki heldur steypir sér yfir þær.

Skjólhlífar eru oftast gerðar úr timburhælum og klæddar með striga, t.d. hið hefðbundna ,,indjánatjald” þ.e. þegar hælum er stungið skáhallt í jörðu og þeir mætast í toppinn þar sem þeir eru bundnir saman. Utanum er svo vafið striga, þó þannig að lofti á milli.

Upp úr áramótum er nauðsynlegt að skýling sé komin í kringum plönturnar en seinnipart vetrar og fram á vor er hættan á skemmdum mest. Fjarlægja þarf skýlinguna þegar næturfrostum linnir og frost hverfur úr jarðvegi.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.

mbo99 https://openlebanon.org/ https://keiko-aso.com/ https://bangkokrecorder.com/ https://sba99.capital/ https://sport-avenir.com/ https://143.198.197.33/ https://sba99.stream/ https://msurmasson.com/ https://blackdevildiscoclub.com/ https://avril-paradise.com/ https://ftp.jeffops.com/ https://supermicro.my.id/ https://adfit.biz.id/ https://edeneditori.com/ https://elpecadocraftedfood.com/ https://mbo99amp.com/ https://zencreators.id/ https://www.nadyafurnari.com/ https://www.happypaws-pet.com/ https://aelyanews.net/ https://wildrideministries.net/ https://www.templatesdoctor.com/ https://ajedrezbali.com/ https://goldentriangletouronline.com/ https://bataminenglish.id/ https://batamshop.id/ https://malukufc.id/ https://vimaxaslibali.id/ https://infokmoe.id/ https://johnkapelos.com/ https://pinkwishfashion.com/ https://pentileblog.com/ https://x-media-project.org/ https://anti-aging-plan.com/ https://friv10000000.com/ https://zonezeed.com/