Lóðréttir garðar (Vertical Gardens)

Lóðréttir garðar (Vertical Gardens)

Vinsældir lóðréttra garða hafa aukist verulega á síðustu árum. Með lóðréttum garði er yfirleitt átt við lóðréttan flöt, t.d. vegg, sem byggður er upp með þeim hætti að rætur gróðurs geti vaxið í/á veggnum og tekið upp næringu og vatn. Hér er ekki átt við stoðvegg með undirliggjandi jarðvegi þar sem klifurplöntur geta vaxið upp eftir veggnum, sbr. bergflétta o.fl. tegundir.

Í mörgum tilfellum eru lóðréttir garðar uppbyggðir með vökvunarkerfi. Vandaðir lóðréttir garðar geta innihaldið sjálfvirk vökvunarkerfi sem einnig miðla áburði til plantna. Í þeim tilfellum sem lóðréttir garðar eru hafðir innandyra er nauðsynlegt að tryggja að nægileg lýsing sé fyrir gróðurinn. Einnig er mikilvægt að velja tegundir sem þrifist geta við þau skilyrði sem veggurinn og staðsetningin bjóða.

Á Íslandi er ekki mikið um lóðrétta garða, sérstaklega ekki innandyra. Í Stúdentakjallaranum má þó finna glæsilegan gróðurvegg sem hollenskir sérfræðingar settu upp fyrir fáum árum. Veggurinn er með sjálfvirku vökvunarkerfi og sjálfvirk lýsing tryggir að plönturnar fái nægilega birtu.  Mynd úr Stúdentakjallara: IMG_2802 (1024x683)

Við hjá Horticum menntafélagi ákváðum að gera einfaldan gróðurvegg sem hafa má utandyra og er hvorki með vökvunarkerfi né lýsingarbúnaði. Veggurinn var settur saman úr einfaldri trégrind með vatnsheldum krossviði í bakið. Ræktunarjarðvegurinn er mold blönduð með vikri. Plönturnar sem notaðar voru í vegginn eru berghnoðri, helluhnoðri, bergflétta, rottueyra, jarðarberjaplöntur og ljónslappi. Meginuppistaða plantna er þó hellu- og berghnoðri.

Fyrst var jarðvegi komið fyrir í hæfilegri þykkt, m.t.t. þykkt á timburramma. Þá var plöntum komið fyrir í jarðvegi og loks járngrind fest framan á rammann til að styðja við plönturnar. Veggurinn var hafður láréttur fyrstu fjórar vikurnar til að rætur plantna næðu festu og bindingu á jarðvegi. Að lokum var veggurinn reistur upp og stendur nú lóðréttur. Til stendur að festa hann á vegg. Nauðsynlegt er að vökva plönturnar reglulega og gott að blanda áburði í vatnið, t.d. grænu þrumunni eða sambærilegum fljótandi áburði. Sjá myndir hér að neðan.

IMG_9670 (1024x683) IMG_9661 (1024x683) IMG_9689 (1024x683) IMG_9690 (1024x683) IMG_9665 (1024x683) IMG_9693 (1024x683) IMG_6459 (1024x768) IMG_6988 (1024x768) IMG_9696 (1024x683) IMG_6989 (768x1024)

 

 

 

 

 

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.