Ræktunarsérfræðingur frá STRI skoðar knattspyrnuvelli á Íslandi

Ræktunarsérfræðingur frá STRI skoðar knattspyrnuvelli á Íslandi

Dr Stephen W Baker, sérfræðingur í uppbyggingu og umhirðu grasvalla, hefur undanfarna daga heimsótt íslensk knattspyrnufélög og tekið út grasvelli, m.a. metið ástand og farið yfir viðhaldsaðgerðir. Dr Baker tekur einnig jarðvegssýni og metur áburðarinnihald í vaxtarlagi vallanna.

Samkvæmt Dr Baker er algengt vandamál á völlum hérlendis að moldarlag sem fylgir grasþökum myndar hindrun sem grasrætur eiga erfitt með að vaxa í gegnum. Algengt er að vellir séu byggðir upp á sandríkum jarðvegi, auk þess sem þeir eru sandaðir (toppdressaðir) árlega. Moldarlagið og sandurinn ná ekki að tengjast í jarðveginum vegna ólíkrar efnasamsetningar. Vellir sem sáð er í t.d. Selfossvöllur eiga ekki í þessum vandræðum og segir Dr Baker að sá völlur sé í áberandi bestu ástandi m.t.t. rótarlags.

FIFA hefur ráðið sérfræðinga STRI (The Sports Turf Research Institute) til að meta ástand valla á ólíkum loftslagssvæðum, m.a. á Íslandi. Óhætt er að fullyrða að mikill fengur sé af heimsókn Dr Stephens Baker sem er leiðandi sérfræðingur á sínu sviði í heiminum.

Sjá nánar um STRI hér.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.