Um græn þök – Green roofs

Um græn þök – Green roofs

Græn þök

Grasþök eru vel þekkt hér á landi eins og gefur að skilja, enda helsta þakefnið sem notað var frá landnámi fram á 19. Öld. Eftir að hafa látið undan síga á 20. öld hafa grasþök aftur orðið vinsælt byggingarefni á undanförnum árum og gjarnan gripið til þeirra þegar fella þarf byggingar vel að umhverfi sínu. Nú má í þéttbýli víða sjá grasþök á bílgeymslum og öðrum stórum byggingum með fremur flöt þök. Þá er vinsælt að hafa grasþök á sumarbústöðum og fleiri byggingum í sveitum landsins.
Helsta vandamál við notkun gróðurs á þökum tengist vatnsbúskapnum vegna þess hve vaxtarlagið er oftast þunnt og með litla rakaheldni. Í þurrki hættir grasinu til að skrælna og jafnvel drepast, þar af leiðandi er mikilvægt að hægt sé að vökva í langvarandi þurrkatíð til að halda grasinu lifandi.
Í nágrannalöndum okkar hefur áhugi fyrir gróðurþökum (e. green roofs – eco roofs) aukist og ýmsar aðferðir verið þróaðar til þess að láta ræktunina ganga upp. Algengt er að nota hnoðra (Sedum spp.) og aðrar þurrkþolnar tegundir fremur en gras í gróðurlagið. Valdar eru tegundir sem gera litlar kröfur til vaxtarlags, næringar og viðhalds.
Sem dæmi má nefna að Kaupmannahafnarborg hefur sett sér það markmið að allar nýjar opinberar byggingar með þakhalla undir 30° verði uppbyggðar með gróðurþekju á þaki og að við endurnýjun eldri þaka með flatt yfirborð verði einnig notuð gróðurþekja. Markmiðið með þessum aðgerðum er meðal annars að minnka álag á holræsakerfi boraginnar sem hefur aukist mikið í samræmi við aukið úrkomumagn í rigningum. Sjá nánar um markmið Kaupmannahafnarborgar : Hopenhagen
Þrátt fyrir meiri kostnað við uppsetningu grænna þaka en hefðbundinna má færa rök fyrir því að kostirnir séu margir og að uppbyggingarkostnaðurinn sé jafnvel lægri til lengri tíma litið.

Kostir grænna þaka eru meðal annars:
• Aukinn líftími þakefna því gróðurþekjan verndar yfirborðið gegn veðrun og sólarljósi.
• Lækkun húshitunarkostnaðar vegna þess að gróðurþekjan er einangrandi.
• Betri hljóðvist þar sem gróðurþekjan er hljóðeinangrandi og verndar þar af leiðandi gegn hávaðamengun.
• Aukin líffræðileg fjölbreytni. Ýmsar plöntutegundir þrífast á þökum auk skordýra, annara smádýra og örvera þannig verður til sérstakt lífríki upp á þaki
• Betri miðlun regnvatns, aukið magn úrkomu veldur álagi á holræsakerfum. Gróðurþök hægja á rennsli og binda stóran hluta þess vatns sem fellur á þakið.
• Gróður grænna þaka bindur CO2, ryk og mengun. Einnig hafa rannsóknir sýnt að gróðurþekjan verndi gegn rafsegulbylgjum.
• Lækkun á kælikostnaði á svæðum þar sem hitastig er hátt og nauðsynlegt er að nota loftkælingu.

Útlitslegur ávinningur er ótvíræður. Græn þök eru yfirleitt falleg á að líta og setja sterkan svip á byggingar og umhverfi sitt.

Finna má ýmsar gagnlegar upplýsingar á þessum vefslóðum:

Veg Tech (Sænskir framleiðendur grænna þakefna)

Flor Depot (Breskir framleiðendur grænna þakefna)

Green roof basicks

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.

mbo99 https://openlebanon.org/ https://keiko-aso.com/ https://bangkokrecorder.com/ https://sba99.capital/ https://sport-avenir.com/ https://143.198.197.33/ https://sba99.stream/ https://msurmasson.com/ https://blackdevildiscoclub.com/ https://avril-paradise.com/ https://ftp.jeffops.com/ https://supermicro.my.id/ https://adfit.biz.id/ https://edeneditori.com/ https://elpecadocraftedfood.com/ https://mbo99amp.com/ https://zencreators.id/ https://www.nadyafurnari.com/ https://www.happypaws-pet.com/ https://aelyanews.net/ https://wildrideministries.net/ https://www.templatesdoctor.com/ https://ajedrezbali.com/ https://goldentriangletouronline.com/ https://bataminenglish.id/ https://batamshop.id/ https://malukufc.id/ https://vimaxaslibali.id/ https://infokmoe.id/ https://johnkapelos.com/ https://pinkwishfashion.com/ https://pentileblog.com/ https://x-media-project.org/ https://anti-aging-plan.com/ https://friv10000000.com/ https://zonezeed.com/