Nordland 2011 – Fundur á norðurlandi
Fimmti fundur norræns samstarfshóps um náms- og kennsluefnisgerð var haldin á Akureyri og Grenivík, dagana 10-12 september s.l.
Jón Birgir Gunnlaugsson, forstöðumaður umhverfismála hjá Akureyrarbæ, tók á móti hópnum og kynnti ýmis verkefni Akureyrarbæjar, m.a. endurheimt votlendis og staðargróðurs, vinnu gegn útbreiðslu á skógarkerfli og lúpínu í Hrísey. Umfjöllunarefni fundarins voru m.a. eiturefnalaus umhirða- og viðhald grænna svæða. Baldur Gunnlaugsson kynnti eiturefnalausa umhirðu á Reykjum í Ölfusi og jarðgerð, vinnsla og notkun. Jens Thejsen kynnti nýútkomna bók sína: “Den vilde have” sem fjallar m.a. um að vinna með náttúrunni frekar en reyna að stýra henni.
Comments are closed.