Nordland2011 – Norrænt samstarf

Nordland2011 – Norrænt samstarf

Fjórði fundur í samstarfsverkefninu Nordland2011 var haldinn í Finnlandi, Hämeenlinna 12. og 13. ágúst s.l.

Á fundinum gafst mikilvægt tækifæri til að kynna verkefnið fyrir fagfélögum skrúðgarðyrkjunnar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Fulltrúar þessara félaga lýstu yfir miklum áhuga fyrir að tengjast verkefninu í framtíðinni. Einnig var farið yfir námskrárvinnu og sameiginleg lærdómsviðmið rædd. Á fundinum kynnti Jens Thejsen áhersluatriði varðandi “grænni” hugsunarhátt í kennslu og störfum skrúðgarðyrkjumanna.

Samstarfshópnum var boðið til glæsilegrar afmælishátíðar fagfélags skrúðgarðyrkjumanna í Finnlandi. Af því tilefni færði Horticum menntafélag formanni fagfélags skrúðgarðyrkjuverktaka í Finnlandi, Hendrik Bos, bókina “Íslendingar”. Von er á fulltrúum finnska félagsins til Íslands í byrjun september.

Næsti fundur samstarfshópsins verður haldinn á Akureyri og mun Jón Birgir Gunnlaugsson, forstöðumaður umhverfismála hjá framkvæmdadeild Akureyrarbæjar, taka þátt í fundinum.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.