Nám í steinlagna- og umhirðutækni við Tækniskólann
Nám í steinlagna– og umhirðutækni er mótað og uppbyggt af Félagi skrúðgarðyrkjumeistara og Horticum menntafélagi ehf. í samstarfi við Tækniskólann – skóla atvinnulífsins. Einnig hafa Starfsmenntaráð, Samtök iðnaðarins, Efling stéttarfélag, BM Vallá og Steypustöðin komið að samstarfinu og veitt styrki til verksins.
Námi í steinlagna– og umhirðutækni er ætlað að koma til móts við kröfur atvinnulífsins um þekkingu og hæfni almennra starfsmanna sem sinna gróður- og yfirborðsvinnu, jafnframt því að mæta væntingum nemenda um vandað starfsnám á þessu sviði.
Náminu er skipt í tvo hluta þar sem annars vegar er lögð áhersla á steinlagnir og hins vegar áhersla á umhirðu grænna svæða. Hvor hluti skiptist í 2 hluta (stig). Nemendur geta valið einn eða fleiri hluta, allt eftir óskum og þörfum. Gefið er út skírteini að loknum hverjum hluta sem m.a. tilgreinir hvað nemandi á að vera fær um að gera í starfi.
Skoða kynningabækling um námið
Sjá nánar um námið undir Námskeið og kennsla
Comments are closed.