Léttari garðvinna – viðhaldsminni uppbygging og umhirða grænna svæða
Á námskeiðinu er lögð rík áhersla á umhverfisvænar leiðir í uppbyggingu og umhirðu grænna svæða. Fjallað verður um leiðir til að draga úr viðhaldsþörf en byggja upp heilbrigðari gróður með aukna mótstöðu gegn álagi, svo sem sjúkdómum og meindýrum. Einnig verður fjallað um hvernig gera má einfaldar breytingar á viðhaldsfrekum görðum til að lágmarka viðhaldsþörf.
Umsagnir ánægðra þátttakenda á fyrri námskeiðum Baldurs og Magnúsar um garðrækt:
• „Mjög skemmtilegir og skýrir fyrirlesarar.”
• „Mjög gott og gagnlegt námskeið.”
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Uppbyggingu og viðhald grassvæða: Fjallað verður um uppbyggingu grassvæða með hliðsjón af nauðsynlegri umhirðu. Einnig verður fjallað um jarðveg, grastegundir, þökulagnir, grasslátt, áburð, vökvun, aðgerðir gegn mosamyndun og illgresi.
• Uppbyggingu og viðhald gróðurbeða: Fjallað verður um hvernig byggja má upp viðhaldslítil gróðurbeð. Val og samsetning á trjátegundum, runnagróðri og fjölæringum með þeim hætti að lágmarka má viðhald og halda náttúrulega útliti. Einnig verður fjallað um jarðveg, rótarrými, útplöntun, uppbindingar, áburð, vökvun, þekjuefni og illgresi.
• Trjá- og runnaklippingar: Fjallað verður um grunnatriði trjáklippinga, s.s. limgerðisklippingar og krónuklippingar.
• Varnir gegn meindýrum: Fjallað verður um helstu meindýr sem herja á garðagróður og mögulegar aðgerðir gegn þeim, m.a. lífrænar aðgerðir.
Fyrir hverja:
Námskeiðið er fyrir alla sem vilja lágmarka strit og erfiði við umhirðu garðagróðurs, þó án þess að það komi niður á útliti og heilbrigði gróðursins.
Kennari(ar):
Baldur Gunnlaugsson, skrúðgarðyrkjumeistari og garðyrkjutæknir og Magnús Bjarklind, skrúðgarðyrkjumeistari og garðyrkjutæknir.
Lestu meira um námskeiðið hér
Comments are closed.