Mat- og kryddjurta- ræktun í takmörkuðu rótarrými

Mat- og kryddjurta- ræktun í takmörkuðu rótarrými

Fáðu krydd í tilveruna! Mið. 29. apríl kl. 19:00 – 22:00

Áhugi almennings á ræktun mat- og kryddjurta hefur aukist verulega á undanförnum árum. Aðstæður fólks til ræktunar eru misgóðar og á þessu námskeiði verður lögð áhersla á að fjalla um ræktun í pottum, kerjum eða við aðrar þær aðstæður þar sem rótarrými er takmarkað.

Farið verður yfir sögu mat- og kryddjurtaræktunar og fjallað um ræktunarskipulag, forræktun, jarðveg og áburðargjöf, gróðurhlífar og varnir gegn skaðvöldum. Einnig er komið inn á geymslu og vinnslu mat- og kryddjurta. Þá verður fjallað sérstaklega um ræktun á helstu tegundum mat- og kryddjurta sem henta þegar ræktað er við aðstæður þar sem rótarrými er takmarkað.

Umsagnir ánægðra þátttakenda á fyrri námskeiðum Björns um garðrækt:
• Frábært námskeið. Sérstaklega vel undirbúið og lærdómsríkt.
• Mjög fræðandi og skemmtilegt námskeið.
• Skemmtilegur fyrirlesari – gerir efninu góð skil.
• Mjög fróðlegt og skemmtilegt. Get ekki beðið eftir að nýta þekkinguna!

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Allt það nauðsynlegasta til þess að geta sjálfur ræktað mat- og kryddjurtir innandyra, á svölunum eða á pallinum.
• Sérstök áhersla á tilhögun ræktunar í takmörkuðu rótarrými svo sem í pottum eða kerjum.
• Helstu mat- og kryddjurtategundir sem henta til ræktunar við slíkar aðstæður.

Ávinningur þinn:

• Góður undirbúningur fyrir eigin ræktun mat- og kryddjurta.
• Ferskar mat- og kryddjurtir beint úr eigin ræktun.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja ná árangri í eigin ræktun mat- og kryddjurta en hafa ekki greiðan aðgang að hentugu garðlandi.

Kennari(ar):

Björn Gunnlaugsson er líffræðingur frá Háskóla Íslands og garðyrkjukandidat frá Norska landbúnaðarháskólanum. Hann starfaði um 10 ára skeið sem kennari í ylræktun við Garðyrkjuskóla ríkisins og hefur kennt á námskeiðum fyrir almenning og fagfólk um matjurtaræktun auk þess að koma að útgáfu á fræðslu- og kynningarefni.

Aðrar upplýsingar:

Góð handbók um mat- og kryddjurtaræktun kemur sér vel.

Lestu meira um námskeiðið hér

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.

mbo99 https://openlebanon.org/ https://keiko-aso.com/ https://bangkokrecorder.com/ https://sba99.capital/ https://sport-avenir.com/ https://143.198.197.33/ https://sba99.stream/ https://msurmasson.com/ https://blackdevildiscoclub.com/ https://avril-paradise.com/ https://ftp.jeffops.com/ https://supermicro.my.id/ https://adfit.biz.id/ https://edeneditori.com/ https://elpecadocraftedfood.com/ https://mbo99amp.com/ https://zencreators.id/ https://www.nadyafurnari.com/ https://www.happypaws-pet.com/ https://aelyanews.net/ https://wildrideministries.net/ https://www.templatesdoctor.com/ https://ajedrezbali.com/ https://goldentriangletouronline.com/ https://bataminenglish.id/ https://batamshop.id/ https://malukufc.id/ https://vimaxaslibali.id/ https://infokmoe.id/ https://johnkapelos.com/ https://pinkwishfashion.com/ https://pentileblog.com/ https://x-media-project.org/ https://anti-aging-plan.com/ https://friv10000000.com/ https://zonezeed.com/