Uppskera – sultað og sýrt grænmeti

Uppskera – sultað og sýrt grænmeti

Ýmiskonar sultur, mauk, söft, safar, heilsudrykkir, niðursuður, frysting og þurrkun er meðal þess sem nýta má við varðveislu og framlengingu á líftíma afurða úr garðinum.
Hér á eftir fylgja nokkur dæmi og uppskriftir um ofangreindar varðveisluaðferðir. Gott er að nota uppskriftirnar, hafa þær til hlið sjónar, og til að fá hugmyndir að nýt ingu annarra tegunda:

Sultaður laukur
Sultaður laukur er bæði einfaldur og góður. Hann passar mjög vel með ýmsum kjötréttum, villibráð og sterkum osti.
1 kg laukur (gulur eða rauður)
2 dl balsamedik
2 dl sýróp (eða sykurlögur)
smjör og olía til steikingar

Aðferð:
Laukurinn er brúnaður létt í stórum potti. Balsamediki bætt út í og látið sjóða í 10 mínútur. Sýrópi bætt út í og vökvinn látinn sjóða niður þar til lauksultan er hæfilega þykk. Hrært í pottinum reglulega allan tímann. Fært yfir í hreinar krukkur, látið kólna og geymt í kæli.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.