Sjálfbærni gróðurs í þéttbýli
Í samstarfi við Félag iðn- og tæknigreina (FÍT), Samband garðyrkju- og umhverfisstjóra hjá sveitarfélögum (SAMGUS), Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) og Félag skrúðgarðyrkjumeistara.
Aukin sjálfbærni og minna viðhald er augljóslega þættir sem vert er að skoða vel þegar kemur að skipulagi og viðhaldi grænna svæða í þéttbýli. Á Norðurlöndunum hefur undanfarið verið mikil vakning á þessu sviði og fleiri og fleiri sveitarfélög t.a.m. tileinkað sér þessa stefnu. Með því að auka sjálfbærni gróðursvæða innan bæjarmarka má minnka viðhald og allan kostnað við rekstur umrædda svæða. Þessu má ná fram með ýmsum hætti. Það þarf t.a.m. ekki alltaf að skipta út jarðvegi þegar græn svæði eru undirbúin, það má hinsvegar lesa betur í jarðveginn og huga um leið betur að vali plantna. Velja t.a.m. heldur plöntur er þola mikinn raka í blautan jarðveg og í næringarsnauðan jarðveg að planta heldur plöntum sem kjósa næringarsnauðan jarðveg. Með því að velja saman plöntur sem gera sömu kröfur til jarðvegs og um leið að sleppa jarðvegsskiptum fást mun fallegri og fjölbreyttari gróðureiningar auk þess sem kostnaður minnkar til langs tíma litið.
Kennarar:
Jens Thejsen (www.jensthejsen.dk) kennari við Jordbrugets Uddannelses Center í Árósum í Danmörk,
Stefan Lagerqvist (www.stefanlagerqvist.se) garðyrkjustjóri Savsjö í Sviðþjóð.
Ása L. Aradóttir prófessor við LbhÍ.
Magnús Bjarklind garðyrkjutæknir hjá EFLU verkfræðistofu.
Friðrik Baldursson garðyrkjustóri í Kópavog og formaður SAMGUS og
Þráinn Hauksson landslagsarkitekt.
Tími: Fim. 27. sept. kl. 9:00-17:00 (10 kennslustundir) í Reykjavík.
Verð: 9.000kr (Nemendur greiða 4.500kr)
(Innifalið í verði er m.a. námsgögn, kaffi og léttur hádegismatur)
Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000.
Texti af heimasíðu: LBHI
Comments are closed.