Flokkstjóranámskeið á Akureyri
Horticum menntafélag fræðir flokkstjóra um fagleg vinnubrögð
Garðyrkjusérfræðingar Horticum menntafélags héldu nýlega námskeið fyrir flokkstjóra Vinnuskóla Akureyrarkaupstaðs. Á námskeiðinu er fjallað um öll helstu garðyrkju- og umhverfistengd verkefni sem unnin eru af starfsmönnum Vinnuskólans.
Mikill metnaður er fyrir faglegum og góðum vinnubrögðum, réttri líkamsbeitingu og starfsmannaöryggi hjá Akureyrarkaupstað. Akureyarbær er í dag á meðal snyrtilegustu bæja á Íslandi og þótt víðar væri leitað.
Um 25 flokkstjórar sóttu námskeiðið en þeir hafa allir reynslu af garðyrkjustörfum og verkstjórn. Námskeiðið þótti heppnast vel enda mikill metnaður og áhugi hjá þátttakendum og spunnust góðar umræður og ýmis fagleg málefni.
Á myndinni sést Baldur Gunnlaugsson Garðyrkjutæknir, leiðbeina um upprætingu illgresis.
Comments are closed.