Um meðferð trjágróðurs

Um meðferð trjágróðurs

Við Íslendingar höfum til margra ára haft nokkra minnimáttarkennd varðandi hæð trjágróðurs, þ.e. tré þykja frekar lágvaxin á Íslandi, sérstaklega í erlendum samanburði. Einnig hefur tegundaval verið fremur fábreytt og almennt talið að aðeins hörðustu jaxlarnir ættu möguleika á að draga fram lífið við svo erfiðar veðurfarslegar aðstæður sem hér ríkja.

Innfluttar trjátegundir frá norðurhjara jarðarinnar hafa verið vinsælar til uppgræðslu og skjólmyndunar, m.a. aspir, lerki og greni. Þessar tegundir hafa margar hverjar vaxið vel, sumar náð umtalsverðri hæð (15-20 m) og mynda þannig gott skjól okkur til mikillar gleði og gagns. Í skjóli þessara trjáa hafa aðrar „nýjar“ tegundir trjáa, sem áður var talið útlilokað að þrifust við okkar erfiðu aðstæður, vaxið upp og komið okkur skemmtilega á óvart.

Samhliða ofangreindu hefur hækkun trjáa valdið skerðingu á útsýni, rými og sólarljósi í görðum. Fremst í flokki þeirra trjáa sem valda slíkri skerðingu eru hinar afar harðgerðu alaskaaspir. Það er óumdeilt að vaxtahraði þeirra er mikill, rótarkerfið stórt og plássþörfin oft mikil. Fram hafa komið ýmsar sögusagnir um ágengni og lífsþol aspa, margar stórlega ýktar. Algengur misskilningur varðar lækkun á hæð aspa og kallast af fagmönnum „kollun“. Reyndar er kollun ekki aðeins bundin við aspir heldur nær til allra hávaxinna trjátegunda sem vaxa á Íslandi. Misskilningur margra er fólginn í þeirri trú að tréð sem kollunin er framkvæmd á muni lifa aðgerðina af. Einnig er algengt að verktakar, flestir ófaglærðir, ráðleggi garðeigendum að taka ofan af trjám efstu metrana, en gleyma að nefna eða einfaldlega vita ekki að aðgerðin veldur í öllum tilfellum dauða trésins, óháð tegund.

Öll sár sem myndast á trjám valda hættu á sjúkdómum og vanþrifum, m.a. roti. Þar af leiðandi reyna tré í öllum tilfellum að loka sárum, hratt og vel, til að fyrirbyggja sýkingu. Í flestum tilfellum eiga tré tiltölulega létt með að loka smærri sárum sem myndast á greinum, t.d. við faglegar trjáklippingar sem framkvæmdar eru m.t.t. lífræðilegra eiginleika viðkomandi trjátegundar. Hins vegar geta tré ekki lokað fyrir sár sem gengur lárétt yfir stofn, slík sár eða skemmdir munu fyrr eða síðar sýkjast og mynda rot í vefjum trésins. Eftir kollunina reynir tréð að mynda nýjan topp, í stað þess sem fjarlægður var. Algengt er að aspir myndi marga toppa, sérstaklega meðfram sárinu. Einnig er algengt að aspir myndi mikið af rótarskotum og greinavöxtur breytist, verði þéttur og óeðlilega lóðréttur. Kollun er því aldrei lausn á vanda, í besta falli er hún frestun en yfirleitt veldur hún meiri vandræðum til lengri tíma litið.

Svo kölluð “Toppun” eða “Stýfing” er mun faglegri aðgerð og mikið notuð víða erlendis til að stýra vaxtarhæð trjáa. Í þessari vaxtarstýringu er klippt framan af grein / árssprota þegar búið er að ákveða endanlega lengd / hæð hennar. (Athugið að ekki er klippt eða sagað í stofn eins og í kollun).  Klippingunni er fylgt eftir árlega eða oftar og í hvert skipti er klippt á sama stað. Þetta veldur því að tréð myndar mikið af hliðargreinum og verður mjög þétt. Aðferðin hentar alls ekki öllum trjátegundum en hefur virkað vel á ýmsar grenitegundir sem og lerki og ösp en kallar á mikið og nákvæmt viðhald.

Standi menn frammi fyrir vandræðum vegna hávaxta trjágróðurs getur verið mjög gagnlegt að leita álits fagmanna, t.d. hjá félagi Skrúðgarðyrkjumeistara, varðandi heppilegar aðgerðir. Mikilvægt er að muna að reglur um trjáfellingar geta verið breytilegar á milli sveitarfélaga. Í flestum sveitarfélögum ber mönnum skylda til að sækja um leyfi til að fella tré sem eru hærri en átta metrar eða eldri en 60 ára. Nauðsynlegt er að kynna sér reglur viðkomandi sveitarfélags og sækja um tilskilin leyfi áður en hafist er handa.

Munum einnig að það sem tekur náttúruna mörg ár að byggja upp, getum við eyðilagt á nokkrum mínútum með illa ígrunduðum og ófaglegum vinnubrögðum.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.

bandar terpercaya

mbo99 slot

mbo99 situs slot

mbo99 slot mpo

agen resmi

bandar judi

slot99

akun jp

slot mpo

akun pro myanmar

sba99 slot

daftar sba99

mpo asia

agen mpo qris

akun pro platinum

paito hk

pola gacor

sba99 bandar

akun pro swiss

mpo agen

akun pro platinum

qris bri

slot deposit 1000

mbo99

slotmpo

sba99

slot akurat

mbo99 slot

mbo99 link

mbo99 agen

situs mbo99

mbo99 daftar

mbo99 situs

mbo99 login

mbo99 bet kecil

mbo99 resmi