Grábræðraplatanus

Grábræðraplatanus

Á grábræðratorgi (Gråbrødretorv) í Kaupmannahöfn stendur eitt fallegasta borgartré Danmerkur.

Flestir sem til Köben hafa komið kannast við veitingahúsin, knæpurnar, kaffihúsin og jazzklúbbana sem staðsett eru við þetta vinsæla torg. Á miðju torginu stendurIMG_2362 hinn svo kallaði grábræðraplatan (Platanus hispanica) með fagurformaða krónu. Torgið dregur nafn sitt af klausturbræðrum, grámunkum, frá þrettándu öld. Plataninn er yfir 100 ára gamall og setur sterkan svip á umhverfi sitt. Líklega eru fá tré í Danmörku sem hafa jafn sterk áhrif á götu-/torgarmynd. Greinarhöfundur var á ferð um svæðið 7. maí s.l. og tók af því tilefni nokkrar myndir af trénu fagra. Það vakti eftirtekt að laufgun er fremur lítil m.t.t. árstíma og annara platana á nærliggjandi svæðum.  Vonandi er það ekki til marks um dvínandi heilsufar þessa mikla karakters sem vert er að heimsækja þegar maður á leið um miðbæinn.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.