Námskeið um götutré og stór tré (19. apríl, 1999)

Námskeið um götutré og stór tré (19. apríl, 1999)

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, var með námskeið 19. apríl um götutré og stór tré.

Fjallað var um helstu þætti í ræktun og umhirðu götutrjáa og stórra trjáa m.a. um jarðvegsrými og áburðargjöf, heppilegar tegundir og staðarval með tilliti til hönnunar og viðhalds. Greint var frá sænskum rannsóknum á þessu sviði og sagt frá reynslu Dana af uppeldi á stórum trjám. Námskeiðið endaði á heimsókn í Gróðrarstöðina Gróanda á Grásteinum í Mosfellsbæ.

Fyrirlesarar á námskeiðinu voru Kaj Rolf, sérfræðingur frá Svíþjóð, Þórólfur Jónsson, landslagsarkitekt hjá garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar, Jan Klitgaard frá Gróðrarstöðinni Mörk í Reykjavík og Tryggvi Marinósson og Baldur Gunnlaugsson, starfsmenn umhverfisdeildar Akureyrarbæjar.

Hér má nálgast sænskar rannsóknarskýrslur um götutré:

“Växtbäddar för träd i gatumiljö: skelettjordars konstruktion och funktion” Pettersson, Josefine (2006)

“Etableringsproblematik för träd i stadens hårdgjorda ytor” Bergström, Johan, 2005.

“ÅTGÄRDER FÖR VITALISERING AV TRÄD – Hur kan träden på Ljungbyheds torg bevaras?” Dahlgren Elisabeth 2007

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.