Hagnýt jarðgerð – námskeið hjá Endurmenntun HÍ

Hagnýt jarðgerð – námskeið hjá Endurmenntun HÍ

Það hefur færst mikið í vöxt að garðeigendur komi sér upp safnhaugum í görðum sínum og jarðgeri lífrænan úrgang sem fellur til í görðum og eldhúsum. Afurð jarðgerðar sem kallast molta og fjölmargir aðrir lífrænir áburðargjafar, nýtast vel við alla ræktun svo sem í garðinum eða sumarhúsalandinu. Farið verður yfir grunnatriði jarðgerðar, aðferðir og hvernig best er að standa að jarðgerð. Fjallað verður um lífrænan áburð og tilgang áburðargjafar.

Skráningarfrestur er til 28. febrúar 2011. (sjá nánar um námskeið og skráningu hér).

Hér er um að ræða grunnnámskeið, sérstaklega ætlað þeim sem hyggja á jarðgerð eða eru nýlega byrjaðir. Nú er tækifæri til að læra rétt vinnubrögð við jarðgerð frá upphafi.

Á fyrri degi námskeiðsins verður stutt sýnikennsla í jarðgerð og árangurinn metinn seinni daginn.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.