Vökvun

Vökvun

Vökvun
Vatnið er öllu lífríki jarðarinnar nauðsynlegt og fullyrða má að vökvun sé einn mikilvægasti liðurinn í umhirðu garðagróðurs. Eins og gefur að skilja er vökvunin háð tíðarfari hverju sinni en vert er að geta þess að lítilsháttar rigning dugar skammt m.t.t. nauðsynlegrar vatnsupptöku róta. Því getur í mörgum tilfellum þurft að hjálpa til og jafnvel vökva þegar  rignir.  Athugið að vökvun er sérstaklega mikilvæg þegar um nýframkvæmdir er að ræða, t.d. eftir útplöntun, þökulagnir og grassáningu eða þar til gróðurinn hefur náð að mynda heilbrigt og öflugt rótarkerfi.

Miklu skiptir að rétt sé staðið að vökvuninni, t.d. er ekki heppilegt að vökva gróðurinn oft með litlu magni, betra er að vökva sjaldnar og með meira vatnsmagni hverju sinni. Tíð vökvun með litlu magni örvar ekki gróðurinn til að mynda djúpstæðar rætur með óheppilegum afleiðingum. Sem dæmi má nefna að grasflötin verður ekki eins þétt og slitsterk og mótstaða gegn ágengum illgresistegundum veikist. Heppilegra er að láta jarðveginn þorna mátulega því við það þurfa rætur gróðursins að sækja dýpra niður í jarðveginn sem lengir og styrkir ræturnar. Best er að vökva svo mikið að vatnið nái um það bil 20-30 cm niður í jarðveginn. Þetta má meta því að grafa litlar holur í moldina og mæla hversu langt vatnið hefur náð. Smám saman fæst tilfinning fyrir hæfilegu magni hverju sinni. Aldrei er gott að vökva svo mikið að pollar myndist á yfirborðinu. Pollamyndun á yfirborði getur gefið til kynna að þjöppun sé í jarðvegi, t.d. ef pollar myndast ítrekað á sömu svæðum á grasflöt. Í þeim tilfellum getur verið heppilegt að reyna að losa um þjöppunina, t.d. með því að stinga niður gaffli, eða sambærilegu verkfæri, með 10-20 cm millibili á þjappaða svæðinu. Þegar búið er að gata svæðið er gott að dreifa sandi yfir og fylla í holurnar. Við það minkar þjöppun, loftunin eykst og rými skapast fyrir grasrætur til að vaxa.

Rétti tíminn til vökvunar

Yfirleitt er heppilegast að vökva að morgni til eða seinnipart dags og fram á kvöldin. Vökvun á heitasta tíma dagsins í mikilli sól veldur mikilli uppgufun og er þar af leiðandi ómarkvissari en ella. Þó skal tekið fram að vökvun í sólskini er alltaf betri en engin vökvun.

Verkfærin

Til eru ýmsir úðarar með breytilegum spíssum til dreifingar á vatninu. Einnig eru fáanlegar margar gerðir af byssum eða stútum framan á slöngur til vökvunar.  Aldrei er gott að láta kröftuga bunu lemja á yfirborði grasflatar eða gróðurbeða, við það þjappast yfirborðið og blaut moldin slettist einnig í allar áttir. Að sama skapi getur kröftug vatnsbuna valdið skemmdum á laufblöðum, m.a. á blómum, trjágróðri og grasi.

Ábending: til að meta hvort vökvun með úðara á grasflöt sé markviss og jöfn má nota eftirfarandi aðferð. Dreifið nokkrum kaffibollum eða -föntum, t.d. 4-5 stykkjum, um grasflötina. Hleypið vatni á úðara og látið ganga í ca. 30-60 mín. Athugið vatnsmagnið í bollunum, skoðið sérstaklega hvort sambærilegt magn er í öllum bollunum eða hvort vatnið dreifist meira á eitt svæði en annað. Við venjulegar aðstæður ætti rúmlega hálfur bolli (hefðbundin stærð, ekki espresso bolli) að gefa vísbendingu um hæfilegt magn á viðkomandi svæði. Hægt er að kaupa sérstök mæliglös til að meta vatnsmagnið og dreifinguna en ofangreind aðferð virkar einnig mjög vel og gefur vísbendingar um gæði vökvunarinnar.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.

mbo99 https://openlebanon.org/ https://keiko-aso.com/ https://bangkokrecorder.com/ https://sba99.capital/ https://sport-avenir.com/ https://143.198.197.33/ https://sba99.stream/ https://msurmasson.com/ https://blackdevildiscoclub.com/ https://avril-paradise.com/ https://ftp.jeffops.com/ https://supermicro.my.id/ https://adfit.biz.id/ https://edeneditori.com/ https://elpecadocraftedfood.com/ https://mbo99amp.com/ https://zencreators.id/ https://www.nadyafurnari.com/ https://www.happypaws-pet.com/ https://aelyanews.net/ https://wildrideministries.net/ https://www.templatesdoctor.com/ https://ajedrezbali.com/ https://goldentriangletouronline.com/ https://bataminenglish.id/ https://batamshop.id/ https://malukufc.id/ https://vimaxaslibali.id/ https://infokmoe.id/ https://johnkapelos.com/ https://pinkwishfashion.com/ https://pentileblog.com/ https://x-media-project.org/ https://anti-aging-plan.com/ https://friv10000000.com/ https://zonezeed.com/