Þekjugróður og þekjandi efni

Þekjugróður og þekjandi efni

Þekjugróður og þekjandi efni

Undirgróður eða þekjugróður í beðum er varanlegasta leiðin til að útiloka illgresi og því er lykilatriði að ná að skapa þétta gróðurþekju í plöntubeðum. Nái gróðurinn að þekja allt beðið þarf lítið að hafa fyrir illgresinu sem nær þá ekki að spíra í skugganum sem af þessu hlýst og verður undir í samkeppninni. Allt rót í beðum við illgresishreinsun getur valdið skaða á rótarkerfi ræktunarplantnanna og því er mikið til vinnandi að þekju- eða undirgróðurinn nái yfirhöndinni.

Ávinningur með gróðurþekju

Uppgufun vatns frá beðum þöktum gróðri er minni en í opnum beðum og hitasveiflur við yfirborð ekki eins miklar. Minni hætta er t.d. á að plönturnar skorti vatn. Allt hefur þetta áhrif á þær ræktunarplöntur sem við viljum að komist á legg í beðunum t.d. runnagróður og tré, en ekki síður á lífverur í moldinni s.s. ánamaðkana.

Ekki eru allar plöntur eins hentugar í þetta verkefni og á það bæði við um runna og fjölæringa. Eigi plöntur að geta útilokað illgresið verða þær að búa yfir a.m.k. einhverjum af eftirfarandi kostum:

• Að vera fljótar til á vorin – jafnfljótar eða fljótari en illgresið

• Að geta breitt úr sér hratt og þakið stóran flöt

• Að vera fremur skuggþolnar

• Að vera lengi að fram á haustið

Þekjandi runnategundir

Mikil og góð reynsla er af skriðulum og þekjandi runnum eins og jarðlægri Runnamuru, Hélurifsi, Grámispli og Skriðmispli og þær búa yfir flestum kostum góðra þekjuplantna. Íslenskur Einir er dæmi um sígrænan þekjurunna en slíkar plöntur mynda þétta þekju allan ársins hring sem tvímælalaust er kostur fram yfir lauffellandi runna. Fleiri góðar tegundir og afbrigði eru í ræktun og prófun hjá garðplöntuframleiðendum, enda hefur orðið aukning í notkun þekjuplantna. Margir runnar geta skilað góðri þekju þótt þeir séu ekki skriðulir. Fjöldi tegunda er lágvaxin og með mikla blaðþekju sem skilar góðum árangri.

Vaftoppur, Bjarmasóley og Bergflétta eru dæmi um runnakenndar klifurplöntur sem einnig geta þakið beð að einhverju leyti ef þeim er stýrt um beðin. Sérstaklega auðvelt er að fjölga Bergfléttu þar sem hún er með ummyndaðar rætur sem nýtast til klifurs en þar sem Bergfléttan snertir jarðveg myndast venjulegar rætur og þar er best að klippa afleggjara til fjölgunar.

Þekjandi fjölæringar

Gríðarlegur fjöldi fjölæringar gæti í raun talist þekjandi eins og ýmsir hnoðrar, steinbrjótar, Jarðarber, Gullvölva og Rósalauf. Garðamaríustakkur þekur stórt svæði með laufblöðum sínum og þolir erfiðar aðstæður í jarðvegi og birtu. Fjallað er um aðferð við fjölgun jarðarberja og urðarhnoðra hér á eftir.

Humall og Vafningsklukka eru dæmi um fjölærar klifurplöntur sem einnig geta þakið beð að einhverju leyti ef þeim er stýrt um beðin. Sama á við um fjölgun Humals og Bergfléttu sem lýst hefur verið.

Fjölæringar ræktaðir í mottum

Hægt er að rækta nokkrar tegundir þekjuplantna í bökkum og leggja þær síðan út eins og teppaflísar, þegar að þær hafa þakið allt yfirborð bakkans. Gildir þetta t.d. um Urðahnoðra en margir aðrir hnoðrar og steinbrjótar henta vel. Jarðarber er einnig upplagt að rækta á þennan hátt. Hægt er að hefja forræktunina í febrúar og eru bakkarnir þá tilbúnir til útlagningar í júní. Ræktunin þarf að fara fram í gróðurhúsi en vermireitur kemur að sömu notum.

Ræktunin er mjög auðveld. Best er að ná sér í móðurplöntu að sumarlagi og setja inn í gróðurhús. Í febrúar eða mars klípum við svo af plöntunni afleggjara. Urðarhnoðri myndar rætur allsstaðar á leggnum þannig að ekki þarf langa afleggjara til að ná árangri. Jarðarberjaplantan myndar yfirborðsrenglur, en á þeim vaxa nánast fullskapaðar plöntur með rótum. Þær eru einfaldlega klipptar af og gróðursettar í bakkana með ca. 10 cm millibili. Plöntuhlutarnir eru lagðir á bakka, með moldar- og vikurblöndu í, og þrýst vel niður. Moldinni þarf síðan að halda vel rakri a.m.k. fyrst um sinn. Árangurinn lætur ekki á sér standa og þú getur farið að ,,teppaleggja” fljótlega. Beðið þarf að vera vel hreinsað og laust við illgresi. Því næst er hvolft úr bökkunum ofan á t.d. tréplötu og svo til baka í beðið, þrýst niður og fyllt að með mold.

Þekjandi yfirlagsefni á beð

Góð reynsla er af yfirlagsefnum ýmiss konar sem lögð hafa verið út á beð. Yfirlagsefni halda illgresi vel niðri; þau sem lífræn eru gefa frá sér næringu og geta stuðlað að jarðvegsbótum og betra næringarframboði jarðvegslífvera og ekki síst ræktunarplantanna sjálfra. Þau eru m.a. nýslegið gras, trjákurl, sandur og molta.

Áður en yfirlag er lagt út er mjög nauðsynlegt að skera og hreinsa kanta vel, fjarlægja illgresi í beði og í kringum rótarháls plantna. Næstu skref eru eftirfarandi:

– Nýslegið grasyfirlag

-Gras lagt yfir flötinn í 10 cm jöfnu lagi

-Bæta má í eftir því sem lagið þynnist

– Trjákurl

-Leggja þarf út 5 cm lag af moltu eða bera á með Blákorni (2 kg./100 ferm.)

-Kurlið lagt út í jöfnu lagi 7-12 cm allt eftir grófleika. Því grófara kurl, því þykkara má lagið vera

-Bæta þarf við kurlið annað hvert ár

-Molta

-Leggja þarf moltuna út í 10 cm jöfnu lagi

-Bæta þarf við moltulagið ca 2-3 cm hvert ár

-Sandur

-Áður en sandur er lagður út má þekja jarðveginn með jarðvegsdúk eða dagblöðum

-Leggja þarf sandinn út í 10 cm jöfnu lagi (sandur má ekki vera skarpur)

-Bæta þarf við sandlagið 2-3 cm annað hvert ár

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.

mbo99 https://openlebanon.org/ https://keiko-aso.com/ https://bangkokrecorder.com/ https://sba99.capital/ https://sport-avenir.com/ https://143.198.197.33/ https://sba99.stream/ https://msurmasson.com/ https://blackdevildiscoclub.com/ https://avril-paradise.com/ https://ftp.jeffops.com/ https://supermicro.my.id/ https://adfit.biz.id/ https://edeneditori.com/ https://elpecadocraftedfood.com/ https://mbo99amp.com/ https://zencreators.id/ https://www.nadyafurnari.com/ https://www.happypaws-pet.com/ https://aelyanews.net/ https://wildrideministries.net/ https://www.templatesdoctor.com/ https://ajedrezbali.com/ https://goldentriangletouronline.com/ https://bataminenglish.id/ https://batamshop.id/ https://malukufc.id/ https://vimaxaslibali.id/ https://infokmoe.id/ https://johnkapelos.com/ https://pinkwishfashion.com/ https://pentileblog.com/ https://x-media-project.org/ https://anti-aging-plan.com/ https://friv10000000.com/ https://zonezeed.com/