Umhirða og rekstur grænna svæða – Skemmdir á trjágróðri

Umhirða og rekstur grænna svæða – Skemmdir á trjágróðri

Umhirða og viðhald á grænum svæðum sveitarfélaga er víða umfangsmikil og kostnaðarsöm. Fagleg og vönduð umhirða hefur mikið að segja varðandi útlit, notkun og endingu gróður­svæðanna. Miklu skiptir að þeir sem sinna föstum viðhaldsverkefnum, t.d. grasslætti, trjáklippingum, áburðargjöf o.fl. hafi til þess nauðsynlega menntun og reynslu.

Verkfræðistofan Efla veitir ráðgjöf varðandi uppbyggingu og umhirðu grænna svæða. Einn liður í þjónustunni eru ástandsúttektir á gróðursvæðum, m.a. grassvæðum. Lagt er mat á hvort umhirða og viðhald sé í samræmi við líffræðilegar þarfir gróðursins, m.t.t. þess álags sem á svæðinu er, og þær útlitskröfur sem rekstraraðili hefur sett sér.

Við framkvæmd ástandsúttekta, á undanförnum misserum, hafa komið í ljós töluverðar skemmdir á trjágróðri. Þessar skemmdir eru tilkomnar af ýmsum ástæðum. Fyrst og fremst er um að kenna rangri umhirðu og umgengni. Tré og runnar sem standa í eða meðfram grassvæðum eru afar líkleg til að verða fyrir sláttuskemmdum, þ.e. skaða af völdum sláttuvéla og sláttuorfa. Skaði af völdum sláttuorfa þar sem nælonþráður skerst í trjábörkinn er í flestum tilfellum mjög alvarlegur. Einnig er því miður algengt að sláttutraktorar keyri utan í trjástofna.

Trjágróður er í öllum tilfellum mjög viðkvæmur við rótarhálsinn (neðst við jörðu). Sár sem myndast á þessu svæði, lárétt á stofni við rótarháls, eru líkleg til að hafa mikil áhrif á heilbrigði trésins, t.d draga mjög úr varnargetu, vaxtarhraða og líftíma. Skemmdin veldur m.a. því að flutningsleiðir frá rótum til trjákrónu rofna. Trjágróður þarf að bregðast við öllum skemmdum og sárum á stofni og greinum. Mikilvægt er að tréð nái að loka fyrir sárið áður en sýking eða rot berst í það. Mikil orka fer í þetta hjá trénu og á meðan það glímir við skemmdina sitja aðrir þættir á hakanum, m.a. upptaka næringarefna og vöxtur greina og róta. Í mörgum tilfellum er ljóst að tréð mun ekki ráða við að bregðast við skemmdinni, t.d. vegna stærðar og staðsetningu skemmdar, og sé því óumflýjanlega dauðans matur. Ástand þessara trjáa getur valdið umtalsverðri slysa- og tjónahættu, bæði gagnvart fólki og mannvirkjum, sérstaklega þegar um hávaxinn tré er að ræða. Þess má geta að í maí á s.l. ári varð banaslys í Danmörku þegar hávaxið tré brotnaði og féll á bíl með fyrrgreindum afleiðingum. Rannsóknir leiddu í ljós að rotskemmdir voru í stofni trésins.

Nágrannaþjóðir okkar hafa fyrir mörgum árum gert sér grein fyrir alvarleika málsins og mikilvægi þess að faglega sé staðið að útplöntun og viðhaldi trjágróðurs. Hugtakið „Hættutré“ (d. Risikotræ) er að mestu óþekkt hér á landi en nauðsyn krefur þess að við hugleiðum hvaða afleiðingar skemmdir á trjágróðri geta haft í för með sér.

Trjágróður á Íslandi hefur fram til þessa ekki valdið alvarlegum slysum á mönnum eða miklu tjóni á mannvirkjum. Þó hafa á síðastliðnum árum orðið töluverðir skaðar á trjágróðri, m.a. stór tré og greinar fallið og brotnað, t.d. í hvassviðri á Norðurlandi haustið 2008.

Á Íslandi má víða finna stórvaxnar trjátegundir, svo sem aspir, greni, lerki o.fl. sem hafa náð um og yfir 20 m hæð og eru hvergi nærri hætt að vaxa. Mörg þessara háu trjáa hafa náð slíkri stærð að vindálag sem hvílir á þeim er mikið auk þess sem þau hafa vaxið upp fyrir skjólsvæði sín, t.d. byggingar og önnur mannvirki. Mikilvægt er að við þekkjum eðli þessara trjáa og þær hættur sem þeim getur fylgt, sérstaklega í þeim tilfellum sem um gölluð tré er að ræða, t.d. tré sem hafa orðið fyrir skemmdum, eru sjúk eða rangt staðsett.

Hvað er til ráða?

„Það skal vanda sem lengi á að standa“. Mikilvægt er að hönnuðir grænna svæða taki mið af nauðsynlegri umhirðu og viðhaldi. Huga þarf vel að vali á tegundum, staðsetningu m.t.t. vaxtarrýmis, jarðvegi, framkvæmd útplöntunar og umhirðu.

Starfsmenn sem sinna uppbyggingu og viðhaldi gróðursvæða þurfa að hafa til þess sérhæfða menntun og reynslu. Í mörgum tilfellum getur verið nauðsynlegt að nota hlífar umhverfis trén, t.d. yfirborðsþekju til að gras vaxi ekki upp að stofni og hindra þannig að sláttutæki fari nálægt trénu. Einnig getur þurft að koma fyrir hlífum þegar tré eru staðsett á framkvæmdasvæðum. Við jarðvinnu, t.d. lagnavinnu þarf að taka tillit til tjáróta, m.a. gæta þess að skerða ekki stórar rætur og þar með rótfestu trjánna.

Varast ber að nota sand eða möl með skörpum brúnum (brotið efni) sem þekjuefni við trjástofna því fjölmörg dæmi er um að þau skeri börk trjánna smátt og smátt þegar stofnar trjánna hreyfast vegna vinds.

Leggja þarf mat á þau tré sem þegar hafa orðið fyrir skemmdum. Sé ástand trésins, m.t.t. staðsetningar hættulegt, þarf að bregðast við því á viðeigandi hátt, t.d. fjarlægja hættulegar greinar eða í verstu tilfellunum að fella tréð.

Höfundur, Magnús Bjarklind, er starfsmaður Verkfræðistofunnar Eflu og framkvæmdastjóri Horticum menntafélags.


Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.

bandar terpercaya

mbo99 slot

mbo99 situs slot

mbo99 slot mpo

agen resmi

bandar judi

slot99

akun jp

slot mpo

akun pro myanmar

sba99 slot

daftar sba99

mpo asia

agen mpo qris

akun pro platinum

paito hk

pola gacor

sba99 bandar

akun pro swiss

mpo agen

akun pro platinum

qris bri

slot deposit 1000

mbo99

slotmpo

sba99

slot akurat

mbo99 slot

mbo99 link

mbo99 agen

situs mbo99

mbo99 daftar

mbo99 situs

mbo99 login

mbo99 bet kecil

mbo99 resmi