Steinlagnatækni – Skráning stendur yfir

steinlagnir1_c

Nú standa yfir skráningar vegna steinlagnatækni fyrir haustönn 2009. Í náminu er fjallað um almennan yfirborðsfrágang með áherslu á hellulagnir, forsteypta kanta og hleðslur. Kennd verða grunnatriði landmælinga, lestur teikninga og verklýsinga o.fl. Einnig er fjallað um uppbyggingu burðarlags, m.t.t. breytilegs álags. Kennarar eru m.a. frá félagi Skrúðgarðyrkjumeistara og hafa mikla faglega reynslu og þekkingu. Lögð verður áhersla á verklega kennslu sem fer fram í húsakynnum Tækniskólanns í Skerjafirði.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.