NÁMSKEIÐ FYRIR STARFSMENN í GARÐYRKJU

NÁMSKEIÐ FYRIR STARFSMENN í GARÐYRKJU

Horticum menntafélag hefur á síðustu árum haldið ýmis námskeið fyrir rekstraraðila grænna svæða eins og sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki sem starfa á sviði garðyrkju og umhverfis.

Hvert námskeið er sérsniðið að þörfum og áherslum hvers vinnustaðar, m.a. þeirra verkefna sem um ræðir og með hliðsjón að öryggisreglum og umhverfisstefnu.

 

2 3

Sem dæmi um námskeið má nefna:

 • Flokkstjóranámskeið.
  • Farið er yfir helstu verkefni og skyldur flokkstjóra. Fjallað er um fagleg vinnubrögð, meðhöndlun verkfæra og véla, akstur, flutning, líkamsbeitingu og starfsmannaöryggi.
 • Grassláttur – Fagleg vinnubrögð
  • Námskeið fyrir starfsmenn sem sinna grasslætti og hirðu. Farið er yfir fagleg vinnubrögð, meðferð véla og búnaðar ásamt öryggi og líkamsbeitingu.
 • Vinnuskóli – Almenn garðyrkjustörf
  • Námskeið fyrir starfsmenn vinnuskóla sveitarfélaga. Fjallað er um verkefni vinnuskólans með hliðsjón af faglega viðurkenndum aðferðum, öryggi og líkamsbeitingu.
 • Jarðgerð – Lífrænir áburðargjafar – Umhverfisvænar leiðir
  • Námskeið fyrir starfsmenn í garðyrkju um moltugerð og nýtingu á moltu sem áburðargjafa og jarðvegsbæti. Einnig fjallað um umhverfisvænar leiðir í rekstri grænna svæða.

Fyrirkomulag námskeiða er yfirleitt þannig að um helmingur kennslunnar er bóklegur, þ.e. sýndar eru myndaglærur með sýnidæmum, og helmingur verklegur, þ.e. farið er út með nemendur, verkfæri og tæki eru skoðuð og rætt um meðhöndlun.

Lengd hvers námskeiðs er háð þörfum viðkomandi vinnustaðar en algengt er að námskeiðin séu á bilinu 2-4 klst.

Undirbúningur fer fram í samráði við ábyrgðaraðila á hverjum stað.

Kennarar á námskeiðunum eru:

Baldur Gunnlaugsson og Magnús Bjarklind sem báðir eru skrúðgarðyrkjumeistarar og garðyrkjutæknar með mikla reynslu úr atvinnulífinu og kennslu námskeiða á öllum skólastigum.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.